COWI
COWI
COWI

Sérfræðingur í hússtjórnarkerfum

Vilt þú verða hluti af alþjóðlegu fyrirtæki og takast á við áhugaverð verkefni? Langar þig til að hanna og forrita stjórnkerfi í stórum byggingum og mannvirkjum? Hefur þú menntun þekkingu og reynslu á hönnun og forritun hússtjórnarkerfa? Þá hvetjum við þig til að kynna þér starfið betur hér að neðan.

Helstu verkefni og ábyrgð

Við erum að fjölga í stjórnkerfisteyminu okkar hjá COWI en á sviðinu starfa 21 einstaklingar sem vinna að umfangsmiklum og fjölbreyttum verkefnum tengdum stjórnkerfum í samstarfi við viðskiptavini okkar. Við erum stolt af því að geta lagt okkar af mörkum við að leysa hin ýmsu verkefni, líkt og hönnun stjórnkerfa í gagnaverinu Verne Data Center og Reykjavík Edition Hótelsins. Starfsemi deildarinnar er mjög fjölbreytt og snýr m.a. að nýhönnun og endurnýjun hússtjórnarkerfi fyrir stærri byggingar, virkjanir, gagnaver ofl.  

Einnig hefur deildin verið mikið í stjórnbúnaði fyrir kælikerfi gagnavera, stjórnkerfi fyrir sundlaugar, orkuskipti og nýsköpun. Gerð útboðsgagna fyrir hússtjórnarkerfi er partur af kjarnastarfseminni og er þá þétt samstarf með raflagnateymi og lagna/loftræsti teymi fyrirtækisins. Við vinnum mest með sérhæfðar stýrivélar hússtjórnarkerfa og má nefna að við erum t.a.m. Honeywell partner, Siemens Desigo solution partner og erum að bæta við okkur Distech Controls System Integrator. 

Lykilþættir starfsins eru:

  • Hönnun kerfismynda í samvinnu við vélahönnuði.  
  • Gerð virknilýsinga. 
  • Hönnun stjórnskápa. 
  • Forritun stýrivéla hússtjórnakerfa. 
  • Hönnun og forritun Skjákerfa hússtjórnakerfa.  
  • Gangsetningar og prófanir á hússtjórnarkerfum. 
  • Viðhald og þróun kerfa. 
Menntunar- og hæfniskröfur

Þú þarft að vera tilbúin til að vinna náið með fólkinu í kringum þig, hvort sem um ræðir samstarfsfólk, samstarfsaðila eða viðskiptavini. Að hafa góða þjónustulund, jákvætt viðhorf og að vera lausnamiðaður er afar mikilvægt í þessu starfi ásamt því að hafa góða færni og lipurð í mannlegum samskiptum. 

Við erum að leitast eftir: 

  • Menntun á sviði rafmagns (iðn-, tækni- eða verkfræði). 
  • Samskiptahæfileikum og hæfni til að vinna í hóp.  
  • Sjálfstæðum vinnubrögðum og frumkvæði í starfi. 
  • Aðlögunarhæfni og skipulögðum vinnubrögðum.  
Fríðindi í starfi

Starfið býður upp á margvísleg tækifæri fyrir réttan aðila en auk þess að bjóða upp á þverfaglegt og alþjóðlegt vinnumhverfi með frábæru teymi bjóðum við upp á:

  • Sveigjanlegan vinnutíma
  • Verkefnamiðað vinnuumhverfi
  • Niðurgreitt mötuneyti
  • Öflugt starfsmannafélag
  • Full laun í fæðingarorlofi
  • Samgöngustyrk
  • Líkamsræktarstyrk
  • Líkamsræktar- og sturtuaðstöðu
Auglýsing birt13. ágúst 2025
Umsóknarfrestur26. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Urðarhvarf 6, 203 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.RafvirkjunPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar