

Verkefnastjóri umferðarljósa
Umhverfis- og skipulagssvið leitar að drífandi einstaklingi í stöðu verkefnastjóra umferðarljósa. Verkefnin krefjast mikillar þverfaglegrar samvinnu bæði innan fagsviða Reykjavíkurborgar sem og annarra hagsmunaaðila.
Verkefnastjóri umferðarljósa starfar innan tækniþjónustunnar á skrifstofu Borgarlandsins og ber meginábyrgð á skipulagningu, framkvæmd og eftirfylgni verkefna er varða stýrikerfi og rekstur umferðarljósakerfa borgarinnar. Starfshlutverkið felur í sér verkefnastýringu, rýni á tæknigögn, bilanagreiningu, samhæfingu við verktaka og innri aðila, auk umbótavinnu og þróunar á umferðastýrikerfum í borgarumhverfi.
Starfið er fjölbreytt og krefjandi í faglegu starfsumhverfi þar sem áhersla er á þverfaglega teymisvinnu og virðingu fyrir umhverfinu.
- Ber faglega ábyrgð á rekstri, þróun og stýringu tengdum umferðarljósakerfum.
- Stýrir verkefnum tengdum rekstri, viðhaldi og umbótum á umferðarljósum borgarinnar.
- Skipuleggur og fylgir eftir rekstrarverkefnum í samráði við hönnuði, verktaka og innri deildir.
- Rýnir hönnunargögn á nýframkvæmdum og rekstrarframkvæmdum og kemur að úttektum þar sem við á.
- Skilgreinir verkefnaáætlanir og sér um kostnaðarmat, verkáætlanir og framvinduskýrslur.
- Leiðir innleiðingu á nýjum lausnum og fylgir eftir árangri og umbótum.
- Skilgreinir viðhaldsáætlanir í samstarfi við rekstrarteymi og sér um eftirfylgni.
- Sinnir lágmarksviðhaldi og einfaldri bilanagreiningu á umferðarljósum þegar þörf krefur.
- Teymistjórn, upplýsingagjöf og utanumhald með verkefnum og verklokum.
- Umsjón með gagnasöfnum og skjölun verkefna á ábyrgðarsviði.
- Rafmagnstæknifræðingur, rafmagnsverkfræðingur eða önnur sambærileg háskólamenntun. Sveinspróf í rafiðn er kostur.
- Almenn ökuréttindi eru skilyrði.
- Reynsla af vinnu við stýrikerfi umferðarljósakerfa er skilyrði.
- Haldbær starfsreynsla á sviði rafmagns- eða tæknikerfa.
- Reynsla af verkefnastjórnun, greiningu, skýrslugerð og framsetningu upplýsinga.
- Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð.
- Góð tölvukunnátta í m.a. Microsoft Office, AutoCAD.
- Íslenskukunnátta C1 samkvæmt samevrópskum tungumálaramma og enskukunnátta B2-C1.
- Reynsla af umferðaljósastýribúnaði og forritunarhugbúnaði.
- Reynslu af notkun á skynjaratækni í stýribúnaði.
- Hafa unnið með PLC iðnstýribúnað.













