
Signa ehf
Signa ehf er framsækið framleiðslufyrirtæki sem býður upp á fjölbreyttar lausnir og hönnun í merkingum, sérsmíði og sölu á plexí- og vélaplasti, fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Hjá Signu starfar öflugur hópur starfsfólks sem býr yfir brennandi áhuga, faglegri þekkingu og mikilli reynslu af þjónustu við viðskiptavini. Viðskiptavinir Signu eru allt frá ýmsum af stærstu og framsæknustu fyrirtækjum landsins til smærri fyrirtækja og einyrkja.

Sölumaður og tæknilegur tengiliður – spennandi tækifæri hjá Signa
Aukin tækifæri kalla á öflugan einstakling! Við leitum að sjálfstæðum og metnaðarfullum starfsmanni í nýtt og krefjandi hlutverk sem tæknilegur tengiliður og sölumaður á vélum og tækjum. Ef þú hefur áhuga á tækni, þjónustu og samskiptum – þá er þetta tækifæri fyrir þig!
Starfið felur í sér söluferðir, samskipti við verkstæði, skráningu upplýsinga um vélar og ráðgjöf. Við erum að byggja upp sterkt samstarf við leiðandi evrópska framleiðendur í véla- og tækjalausnum fyrir íslenskan iðnað.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Heimsóknir á verkstæði og skráning á vélakosti
- Sala á lausnum og ráðgjöf við val á tækjum
- Samskipti við erlenda framleiðendur og þátttaka í þjálfun
- Þjónusta og eftirfylgni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góð samskiptahæfni og þjónustulund
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
- Áhugi á tækni og færni í að tileinka sér nýja þekkingu
- Bílpróf er skilyrði
- Reynsla af sölu og þjónustu á vélum er kostur en ekki skilyrði
Fríðindi í starfi
- Samkeppnishæf laun miðað við reynslu
- Þjálfun og stuðningur erlendis hjá framleiðendum
- Tækifæri til að byggja upp nýja starfseiningu
- Fjölbreytt og krefjandi verkefni
- Gott starfsumhverfi og öflugt teymi
Auglýsing birt12. ágúst 2025
Umsóknarfrestur3. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Bæjarflöt 19-o
Starfstegund
Hæfni
HandlagniMannleg samskiptiSmíðarSölumennska
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sölufulltrúi í verslun - Hlutastarf/fullt starf
Mi búðin

Smiðir / Carpenters
Borg Byggingalausnir ehf.

Rafvirkjar og verkefnastjórar óskast - Fjölbreytt og spennandi verkefni hjá Árvirkjanum.
Árvirkinn ehf.

Lífeyris og tryggingaráðgjafi
Tryggingamiðlun Íslands

Verkefnastjóri umferðarljósa
Umhverfis- og skipulagssvið

Sölufulltrúi - Hlutastarf um helgar
Heimilistæki ehf

Rafvirki / Rafeindavirki til starfa í Tæknideild
Nortek

Við leitum að liðsauka í útibúið okkar á Egilsstöðum
Arion banki

Sölu- og þjónustufulltrúi óskast til Vinnupalla
Vinnupallar

Sala og afgreiðsla á þjónustustöð Olís Hellu
Olís ehf.

Fullt Starf í Versluninni Sportís
Sportís ehf

Afgreiðsla í verslun og samfélagsmiðlar.
Allt í köku ehf.