Stoð
Stoð

Viðskiptastjóri í hjálpartækjadeild

Stoð leitar eftir viðskiptastjóra í hjálpartækjadeild til að sinna sérhæfðri sölu og ráðgjöf á hjólastólum og tengdum búnaði til fagaðila, einstaklinga, heilbrigðisstofnana og annarra notenda.

Viðskiptastjóri ber ábyrgð á tilteknu vöruframboði og vinnur náið með fagaðilum og skjólstæðingum við ráðgjöf, greiningar og aðlaganir að þörfum skjólstæðinga.

Í boði er fjölbreytt og afar gefandi starf sem miðar að því að styðja einstaklinga til aukinna lífsgæða og þátttöku í samfélaginu.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Almenn ráðgjöf, sala og markaðssetning á hjólastólum og tengdum búnaði til notenda, fagaðila og stofnanna
  • Vinnur markvisst að settum sölumarkmiðum
  • Stendur með skipulögðum og reglulegum hætti fyrir kynningum meðal notenda og fagaðila
  • Eignarhald á samböndum við tilgreinda birgja og ábyrgð á að viðhalda góðu birgjasambandi
  • Ábyrgð á innkaupum og birgðahaldi fyrir tilgreindar vörur
  • Vinna við útboð og tilboðsgerð ásamt samskiptum við SÍ og aðra hagsmunaaðila
  • Þarfagreining og ráðgjöf til viðskiptavina og útfærsla lausna í samvinnu við aðra sérfræðinga
  • Samsetning, stilling og afhending tækja, sem og ráðgjöf í verslun og sýningarsal
  • Virkni í að sækja sér fræðslu, vöruþekkingu og fylgjast með nýjungum og markaðsþróun
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, til dæmis á sviði iðjuþjálfunar, sjúkraþjálfunar, verkfræði eða tæknifræði. Innsýn á sviði viðskipta eða markaðsmála er kostur
  • Góðir skipulagshæfileikar, sjálfstæði og geta til að hugsa í lausnum
  • Góð færni til að greina og nýta gögn
  • Drifkraftur og metnaður til að ná settum markmiðum
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og vilji til að starfa í teymi
  • Góð tölvufærni og tæknilæsi
Auglýsing birt21. ágúst 2025
Umsóknarfrestur31. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Dragháls 14-16 14R, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar