KPMG á Íslandi
KPMG á Íslandi
KPMG á Íslandi

Reikningsskil og endurskoðun - Landsbyggð

KPMG er alþjóðlegt fyrirtæki sem leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu með sjálfbærni að leiðarljósi og býður upp á frábær tækifæri til starfsþróunar í sveigjanlegu og fjölbreyttu vinnuumhverfi. Hjá KPMG á Íslandi starfa um 250 einstaklingar á 13 skrifstofum um land allt með fjölbreytta menntun og reynslu sem þjónusta viðskiptavini í einka- og opinbera geiranum af öllum stærðum og gerðum.

Reikningshald og endurskoðun – Landsbyggð

Við leitum nú að drífandi einstaklingum á landsbyggðinni sem hafa reynslu af reikningsskilum og/eða endurskoðun til að bætast í okkar frábæra hóp. Kostur ef viðkomandi hefur innsýn inn í áætlanagerð sveitarfélaga.

Skrifstofur KPMG á landsbyggð sem koma til greina eru:

  • Akureyri
  • Akranes
  • Reykjanesbær
  • Borgarnes
  • Sauðárkrókur
  • Selfoss
  • Stykkishólmur
  • Vestmannaeyjar

Dæmi um verkefni og ábyrgð:

  • Þjónusta við fyrirtæki og opinbera aðila á sviði endurskoðunar.
  • Reikningsskil og gerð ársreikninga.
  • Skattskil og tengd mál.
  • Ýmis ráðgjafartengd verkefni.
  • Verkefni tengd gæðamálum og faglegu starfi KPMG.
  • Aðrar tilfallandi greiningar og verkefni.

Hæfniskröfur:

  • Grunnnám í viðskiptafræði eða haldbær reynsla sem nýtist í starfi.
  • Meistaranám í reikningsskilum og endurskoðun (M.Acc) er kostur.
  • Góð tölvufærni, greiningarhæfni og góð þekking á Excel.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti.
  • Frumkvæði, nákvæmni og öguð vinnubrögð.
  • Hæfni til að vinna í teymi sem og sjálfstætt auk ríkrar þjónustulundar.

Í samræmi við markmið okkar í jafnréttismálum hvetjum við öll til að sækja um óháð kyni.

Að vinna hjá KPMG

Við hjá KPMG leggjum mikla áherslu á fjölbreytta og lifandi fyrirtækjamenningu þar sem starfsfólk nýtur sín faglega og félagslega.

Sem leiðandi þekkingarfyrirtæki leggjum við sérstaka áherslu á öfluga starfsþróun og fræðslu starfsfólks, stuðningsríkt og hvetjandi starfsumhverfi og öfluga samvinnu til þess að hámarka virði fyrir viðskiptavini og samfélagið.

Við náum árangri saman með því að hafa traust, sveigjanleika og góð samskipti að leiðarljósi á vinnustaðnum.

Nokkur dæmi um kosti þess að vinna hjá KPMG:

  • Fjölbreytt verkefni og tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á viðskiptavini og samfélagið.
  • Frábær tækifæri til að læra af leiðandi sérfræðingum hjá KPMG.
  • Möguleikar á að þróast í starfi.
  • Heilsueflandi vinnustaður og aðgangur að líkamsræktarstyrk og samgöngustyrk.
  • Golfklúbbur með aðgengi að völlum víðs vegar um landið.
  • 4 tímar á ári hjá sálfræðingi eða öðrum ráðgjöfum sem styðja við andlega heilsu í gegnum Kara velferðartorg.
  • Sérstök stuðningsúrræði fyrir verðandi og nýbakaða foreldra ásamt sérstökum fæðingarorlofsstyrk.
  • Sveigjanleiki til að vinna frá mismunandi skrifstofum og að heiman þegar við á.
  • Einn launaður dagur á ári til sjálfboðavinnu.
  • Og margt fleira.

Umsóknarfrestur er til og með 14. september 2025.

Umsóknir ásamt ferilskrá og kynningarbréfi óskast fylltar út á heimasíðu KPMG (sækja um hér til hliðar).

Nánari upplýsingar veitir Hildur Steinþórsdóttir sérfræðingur í mannauðsmálum á [email protected]

Auglýsing birt25. ágúst 2025
Umsóknarfrestur14. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar