
Vegagerðin
Vegagerðin þróar og annast samgöngukerfi, á sjó og landi, á sem hagkvæmastan hátt með þarfir samfélagsins, öryggi vegfarenda og umhverfissjónarmið að leiðarljósi.
Um 350 starfsmenn Vegagerðarinnar starfa á 18 starfsstöðvum víðsvegar um landið.

Deildarstjóri þjónustudeildar á Austursvæði
Vegagerðin leitar að framsæknum einstaklingi í fjölbreytt og krefjandi starf deildarstjóra þjónustudeildar á Austursvæði. Deildarstjóri ber ábyrgð á stjórnun og rekstri þjónustudeildar á svæðinu og hefur yfirumsjón með öllum þjónustuverkefnum svæðisins sem nær frá Vopnafirði í norðri að Gígjukvísl á Skeiðarársandi í suðri. Vegakerfið er rúmlega 2.100 km langt og á því eru þrenn jarðgöng. Á þjónustudeild starfa um 15 starfsmenn á þremur þjónustustöðvum: í Fellabæ, á Reyðafirði og á Höfn. Svæðismiðstöð Austursvæðis er á Reyðarfirði.
Helstu verkefni og ábyrgð
Deildarstjóri leiðir starfsemi þjónustudeildar og tryggir að þjónustuverkefnum sé sinnt í samræmi við verklag.
- Undirbúningur og áætlanagerð fyrir þjónustu og rekstur samgöngukerfis svæðisins, almennur rekstur og vetrarþjónusta.
- Yfirumsjón með rekstri og starfsemi þjónustustöðva og vélaverkstæðis
- Yfirumsjón með rekstri jarðganga
- Umsjón með viðhaldi vegsvæða
- Kostnaðareftirlit og birgðahald
- Ábyrgð á starfsfólki og góðu starfsumhverfi
- Öryggis- og umhverfismál á þjónustustöðvum
- Samskipti við hagaðila á svæðinu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. verkfræði, tæknifræði eða viðskiptafræði. Framhaldsnám er kostur.
- Reynsla af stjórnun, rekstri og áætlanagerð er kostur
- Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
- Framúrskarandi samskiptafærni og lausnamiðuð nálgun
- Frumkvæði og faglegur metnaður
- Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi
- Öryggisvitund
- Mjög góð íslenskukunnátta í rituðu og töluðu máli
- Mjög góð tölvukunnátta
Auglýsing birt27. ágúst 2025
Umsóknarfrestur8. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Búðareyri 11, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í rekstraráhættu
Landsbankinn

Quality Specialist
Controlant

Viðskiptafræðingur - Bókari
&Pálsson

Innkaupafulltrúi
Hagvangur

Spennandi starf í fasteignaumsýslu
FSRE

Deildarstjóri tækni og reksturs GAJA
Sorpa bs.

Teymisstjóri í íbúðakjarna fyrir fatlað fólk
Skrifstofa starfsstöðva og þróunar

Byggingarhönnun á Norðurlandi
EFLA hf

Software Specialist
Rapyd Europe hf.

Bókari með reynslu – Taktu þátt í vexti og þróun
Langisjór | Samstæða

Sérfræðingur í burðarvirkjum
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Viðskiptastjóri í hjálpartækjadeild
Stoð