
Hagvangur
Hagvangur er ráðninga- og ráðgjafafyrirtæki sem býður þjónustu við flest það er snýr að mannauðsmálum. Hjá Hagvangi starfa 8 sérfræðingar við ráðningar og stjórnenda- og mannauðsráðgjöf. Hagvangur hefur alla tíð einbeitt sér að faglegum ráðningum og starfsmannaleit og hefur þjónustað hundruði viðskiptavina við ráðningar, ráðgjöf, persónuleika- og hæfnipróf og margt fleira.
Starfsfólk Hagvangs hefur unnið mikið brautryðjendastarf í ráðningum og ráðgjöf á Íslandi. Áralöng þekking og reynsla af atvinnulífi á Íslandi, breitt tengslanet og gott orðspor eru meðal þeirra þátta sem við erum gríðarlega stolt af. Við höfum það að leiðarljósi að leggja stöðuga áherslu á nýjungar í þjónustu og áreiðanleika í öllum þeim störfum sem við tökum okkur fyrir hendur.
Í upphafi beindust sjónir Hagvangs mest að ráðningum. Fyrst í stjórnunar- og sérfræðistörf en fljótlega fór Hagvangur að bjóða viðskiptavinum sínum alhliða þjónustu við ráðningar á öllum sviðum atvinnulífisins.

Innkaupafulltrúi
Traust og framsækið þjónustufyrirtæki leitar að skipulögðum og öflugum innkaupafulltrúa til að ganga til liðs við innkaupateymi félagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Gerð innkaupapantana og eftirfylgni
- Tryggja flutning og samskipti við flutningsaðila
- Eftirfylgni á biðpöntunum og vöruvöntun
- Samskipti við innri og ytri hagaðila
- Bókun innkaupareikninga og tryggja rétt verð frá birgjum
- Tollun og verðútreikningar
- Skýrslugerð og greining gagna
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af innkaupum
- Þekking á AGR kostur
- Skipulagshæfni, nákvæmni og öguð vinnubrögð
- Góð samskiptahæfni og færni í teymisvinnu
- Greiningarhæfni og lausnamiðuð hugsun
- Mjög góð almenn tölvukunnátta
- Gott vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli
Auglýsing birt27. ágúst 2025
Umsóknarfrestur7. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Quality Specialist
Controlant

Viðskiptafræðingur - Bókari
&Pálsson

Deildarstjóri þjónustudeildar á Austursvæði
Vegagerðin

Spennandi starf í fasteignaumsýslu
FSRE

Bókari með reynslu – Taktu þátt í vexti og þróun
Langisjór | Samstæða

Nýliði í fyrirtækjaráðgjöf
Arion banki

Reikningsskil og endurskoðun - Landsbyggð
KPMG á Íslandi

Bókari
Eignaumsjón hf

Sérfræðingur í áhættustýringu
Íslandsbanki

Fjárfestingastjóri
Arctica Sjóðir

Viðskiptastjóri - Fyrirtækjamiðstöð
Íslandsbanki

Service Business Process Lead / System Owner PLM
Marel