

Þjónustustjóri í þjónustustýringu
Við leitum að metnaðarfullum leiðtoga í þjónustustýringu Varðar.
Viðkomandi starfar náið með framkvæmdastjóra og öðrum stjórnendum að stefnumótandi umbótaverkefnum og þjónustustýringu allra þjónustueininga Varðar með það að markmiði að bjóða upp á samræmda og framúrskarandi þjónustu. Um er að ræða nýtt og spennandi hlutverk hjá fyrirtæki sem er í vexti og mikilli þróun með tækifæri til að móta starfið í takt við verkefnin og þjónustuna.
Hjá Verði starfar öflugur hópur fólks með breiðan bakgrunn og þekkingu sem hefur það meginmarkmið að mæta þörfum viðskiptavina og þjónusta þá á framúrskarandi hátt.
-
Móta framtíðarsýn og leiða þróun mælikvarða í þjónustu
-
Bera ábyrgð á samræmdri þjónustu til viðskiptavina Varðar
-
Innri þjónusta til allra þjónustueininga
-
Bera ábyrgð á fræðslu og þjónustuferlum Varðar og greina umbótatækifæri
-
Vinna þétt með öðrum einingum félagsins að því að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu
-
Hámarka afköst og gæði þjónustunnar með straumlínulögun, öflugri fræðslu og þróun verklags
-
Yfirumsjón með verkefnum, drífa þau áfram og ryðja hindrunum úr vegi
-
Mannaforráð og dagleg stjórnun þjónustustýringar
-
Leiðtogahæfni, jákvæðni, drifkraftur og samskiptafærni
-
Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og gagnrýnin hugsun
-
Góð þekking á þjónustustýringu og þróun þjónustu
-
Reynsla af stjórnun, umbótavinnu og því að leiða árangursdrifin teymi
-
Greiningarhæfni og geta til að fylgja eftir markmiðum og áætlunum
-
Áhugi og reynsla af innleiðingu nýjunga í stafrænum lausnum
-
Þekking og reynsla af tryggingastarfsemi er kostur
-
Háskólamenntun sem nýtist í starfi













