

Starfsmaður í þjónustukjarna
Ertu að leita að fjölbreyttu og þýðingarmiklu starfi?
Þjónustukjarni við Sléttuveg leitar að ábyrgum og hlýjum einstaklingi sem er tilbúinn til þess að takast á við fjölbreyttar áskoranir. Þú munt hafa bein áhrif á lífsgæði, styðja þjónustuþega til aukins sjálfstæðis og samfélagsþátttöku.
Á Sléttuvegi starfar teymi starfsfólks sem sinnir stuðnings- og stoðþjónustu. Lögð er áhersla á þverfaglegt starf í nánu samstarfi við þjónustuþega og sinnir starfsstöðin fjölbreyttri þjónustu við einstaklinga sem, vegna sjúkdóma og/eða fötlun, þurfa aðstoð inn á eigið heimili.
Hér starfar þéttur og samheldinn hópur starfsfólks. Jákvæðni og liðsheild einkennir vinnustaðinn og þar ríkir virðing og samvinna í öllu sem við gerum.
Um er að ræða vaktavinnu á sólarhringsstað.
Starfshlutfall getur verið 80-100%.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar.
- Unnið er eftir Velferðarstefnu Reykjavíkurborgar
- Sinna stuðnings- og stoðþjónustu til einstaklinga í sjálfstæðri búsetu
- Taka þátt í teymisvinnu
- Hvetja og styðja einstaklinga til sjálfstæðs lífs með valdeflandi stuðningi og aðstoð
- Styðja einstaklinga við athafnir daglegs lífs s.s. við heimilishald vinnu og samfélagsþátttöku
- Sinna umönnun og vera vakandi yfir andlegri og líkamlegri líðan einstaklinga
- Reynsla af starfi með fötluðu fólki eða heimaþjónustu.
- Starfsmaður þarf að hafa náð 20 ára aldri
- Ökuréttindi
- Almenn góð tölvukunnátta
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Íslenskukunnátta (B1 skv. evrópska tungumálarammanum)
- Frumkvæði, yfirvegun, skipulagsfærni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar


















