Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Teymisstjóri í íbúðarkjarnanum Árlandi 10

Viltu leiða framsækið og samhent teymi sem vinnur að bættri lífsgæðum fatlaðs fólks?

Sem teymisstjóri berð þú ábyrgð á daglegri starfsemi íbúðarkjarnans og leiðir faglegt starf starfsfólks með velferð og þarfir íbúanna að leiðarljósi. Þú vinnur náið með notendum þjónustunnar, aðstandendum og öðrum fagaðilum til að tryggja einstaklingsmiðaða og góða þjónustu. Mikil áhersla er lögð á fagvinnu og er helmingur vinnutíma teymisstjóra helgaður henni á móti almennum vöktum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ber faglega ábyrgð og hefur yfirsýn yfir þjónustuþarfir íbúa í sínu teymi.
  • Stýrir daglegum störfum annarra starfsmanna í samráði við forstöðumann.
  • Veitir leiðsögn um framkvæmd þjónustu og tekur virkan þátt í þróunar- og uppbyggingarvinnu faglegs starfs.
  • Gerir einstaklingsáætlanir og einstaklingsbundnar þjónustuáætlanir í samvinnu við íbúa, starfsmenn og forstöðumann.
  • Er í miklum samskiptum við aðstandendur og tenglastofnanir.
  • Tryggir að framkvæmd þjónustunnar sé í samræmi við lög, reglur, stefnur og markmið velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Starfsleyfi sem þroskaþjálfi eða háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af starfi með fötluðum einstaklingum þá sér í lagi einhverfum einstaklingum æskileg.
  • Reynsla af stjórnun æskileg.
  • Góða hæfni í mannlegum samskiptum og leiðtogahæfni.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Íslenskukunnátta B2 eða hærra (samkvæmt samevrópskum tungumálaramma).
  • Ökuréttindi B.
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi

Frekari upplýsingar um starfið veitir Kjartan Ólafsson, S.848-4111 

[email protected]

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Auglýsing birt11. september 2025
Umsóknarfrestur25. september 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.DrifkrafturPathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.ÖkuréttindiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar