

Stuðningfulltrúi í Bjarg - Hvaleyrarskóli
Stuðningsfulltrúa vantar í 70% starf í Bjarg, deild fyrir nemendur í leit að alþjóðlegri vernd í Hvaleyrarskóla
Bjarg í Hvaleyrarskóla er móttökudeild fyrir nemendur í leit að alþjóðlegri vernd. Markmiðið með deildinni er að taka vel á móti börnum sem koma úr erfiðum aðstæðum og hafa sum hver verið á flótta allt sitt líf. Skólagana þeirra er oft mjög brotin og mörg hafa ekki verið í skóla lengi.
Hvaleyrarskóli er skóli margbreytileikans þar sem lögð er rækt við fjölmenningu. Skólinn vinnur samkvæmt hugmyndafræði SMT, Olweus, markvissar málörvunar og Byrjendalæsis.
Nánari upplýsingar um skólann má einnig finna á heimasíðunni http://www.hvaleyrarskoli.is.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Aðstoðar við faglegt starf með nemendum
- Starfar samkvæmt leiðsögn frá næsta yfirmanni/kennara
- Stuðlar að góðum aga og jákvæðum samskiptum
- Tekur á móti nemendum og aðstoðar
- Fylgist með og aðstoaðar nemendur í leik og starfi
- Leitast við að virkja sem flesta óháð getu eða þroska í fjölbreytt verkefni og taka fullan þátt í þeim verkefnum og viðburðum sem eru skipulögð
- Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Gerð er krafa um sérstakt nám fyrir stuðningsfulltrúa t.d. úr Borgarholtsskóla eða sambærilegt nám.
- Áhugi á faglegu starfi með börnum og unglingum
- Reynsla af sambærilegum störfum æskileg
- Íslenskukunnátta skilyrði
- Uppbyggjandi í samskiptum, sveigjanleiki og mikil samstarfshæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Stundvísi og samviskusemi
- Hæfni til að aðlagast breyttum aðstæðum
- Geta til að vinna undir álagi
Ef ekki fæst einstaklingur í starfið sem uppfyllir námskröfur fyrir stuðningsfulltrúa, kemur til greina að ráða inn einstakling í starfsheitið: Skóla- og frístundaliði.
Ef þetta eitthvað sem vekur áhuga þinn hafðu samband við okkur. Kristinn Guðlaugsson, skólastjóri í síma 664-5833/ [email protected], Friðþjófur Helgi Karlsson, deildarstjóri Bjargs í síma 863 6810 / [email protected] eða í síma skólans 565-0200.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar.
Umsóknarfrestur er til og með 24. september 2025.
Skilyrði við ráðningu er að viðkomandi hafi hreint sakavottorð.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.































