

Verkefnastjóri tæknilegra umbóta - Þróunar- og tölvudeild
Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða öflugan verkefnastjóra tæknilegra umbóta tímabundið í fullt starf í þróunar- og tölvudeild bæjarins. Hafnarfjarðarbær hefur verið leiðandi sveitarfélag við innleiðingu á stafrænum og tæknilegum lausnum og vill vera þar í fararbroddi.
Starfið felst í að vinna að leiða og styðja við umbótaferla í stafrænni þjónustu og tölvumálum Hafnarfjarðarbæjar. Sinna verkefnastýringu lykilverkefna s.s. uppfærslu á fjárhagskerfi, leyfastýringu, öryggis- og gæðamál og stafrænar lausnir auk þess að styðja við stefnumótun í upplýsingatækni Hafnarfjarðarbæjar. Þróunar- og tölvudeild fer með stjórnun og stefnumótun í tölvumálum bæjarins og tengdra stofnana, ásamt samhæfingu og eftirlit. Deildin sér um rekstur allra tölvukerfa og tryggir að meðhöndlun kerfa og gagna sé í samræmi við þarfir bæjarins og öryggiskröfur.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Verkefnastýring stórra uppfærsla og kerfisbreytinga, einkum á fjárhagskerfi (Business Central)
- Skipulagning og eftirfylgni útboðsmála og samninga
- Endurskipulagning leyfa- og aðgangsstýringar, sérstaklega í tengslum við fjárhagskerfi
- Mótun og innleiðing á öryggis- og gæðakerfum og stefnum í upplýsingatækni (t.d. netöryggi, NIS2, viðbragðsáætlunum)
- Þátttaka í stafrænni þjónustu, þ.á.m. innleiðing og þjónusta á Microsoft 365, Azure og öðrum skýjalausnum
- Samvinna við deildarstjóra um áætlunargerð, þróun og viðhald tölvuumhverfis
- Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun.
- Reynsla af því að stýra verkefnum tengd innleiðingum og uppfærslu á hverskyns hugbúnaði
- Reynsla af því að stýra verkefnum tengd innleiðingum á stafrænum tæknilausnum
- Viðtæk yfirsýn yfir hagnýtingu upplýsingatækni
- Gerð framfylgniáætlana til að greiða fyrir innleiðingu verkefna og lausna
- Þekking og reynsla af faglegri verkefnastjórnun þar sem margir hagsmunir koma að verkefnum
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við BHM.
Nánari upplýsingar veitir Eymundur Björnsson, deildarstjóri þróunar- og tölvudeildar, [email protected]
Umsóknarfrestur er til og með 12. september nk.
Umsókninni fylgi ferilskrá.
Vakin er athygli á stefnu Hafnarfjarðarbæjar að jafna hlutfall kynjanna í störfum hjá bænum og að vinnustaðir bæjarins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins.





































