
Nova
Þann 1. desember 2007 opnaði Nova dyrnar að Stærsta skemmtistað í heimi - internetinu! Síðan þá höfum við lagt ofur áherslu á að hlaupa hratt og vera fyrst með nýjungarnar. Við vorum fyrst allra íslenskra símafyrirtækja til að bjóða upp á 4G, 4.5G og nú síðast 5G.
Árið 2016 bætti Nova ljósleiðaraþjónustu í vöruframboð sitt sem byggir á kerfi Ljósleiðarans ehf. Ljósleiðari hjá Nova styður 1000 Mb/s hraða, sem er mesti hraði í heimatengingum á Íslandi. Aðeins það besta fyrir okkar fólk!
Nova hefur átt ánægðustu viðskiptavinina í farsímaþjónustu samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni sl. 16 ár sem er viðurkenning sem við erum einstaklega þakklát fyrir! Slíkum árangri væri ekki hægt að ná nema með besta liðinu en við leggjum okkur öll fram við það alla daga að skapa besta vinnustaðinn. Nova er skemmtilegur og sveigjanlegur vinnustaður, þar sem mikið er lagt upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum, frumkvæði og kappsemi.
Þó við segjum sjálf frá, þá er starfsfólk Nova sérlega skemmtilegt, liðsheildin góð og starfsandinn svífur í hæstu hæðum.
Við erum sérstaklega stolt, auðmjúk og þakklát fyrir það að hafa fengið nafnbótina Fyrirtæki ársins í fjögur skipti ásamt því að vera Fyrirmyndar fyrirtæki á vegum VR 16 ár í röð og hlotið Jafnlaunavottun 2023-2026.
Viltu dansa með okkur?

Tæknifulltrúi með forritunarhæfni
Við leitum að fjölhæfum og skemmtilegum dansara í tækniþjónustu Nova! Þetta er einstakt tækifæri fyrir einstakling sem hefur bæði þjónustulund og grunnhæfni í forritun og tækni. Starfið hentar þeim sem hafa óbilandi áhuga á tækni, njóta þess að leysa flókin vandamál og vera í nánum samskiptum við viðskiptavini.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Svörun og afgreiðsla erinda í tækniþjónustu fyrirtækja.
- Greining og úrlausn tæknilegra mála.
- Vöktun og viðbrögð vegna bilana í kerfum og þjónustu.
- Virk þáttaka í að bæta ferla og miðla þekkingu til samstarfsfólks.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Haldbær reynsla af tækniþjónustu eða tæknilegri ráðgjöf.
- Grunnþekking í forritun (t.d. Python, JavaScript eða SQL) og vilji til að þróa færnina áfram.
- Skilningur á snjalltækjum, netumhverfi og tölvubúnaði.
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar, jákvæðni og þjónustulund.
- Sjálfstæð vinnubrögð og geta til að leysa úr flóknum málum með skýrum hætti.
Auglýsing birt25. ágúst 2025
Umsóknarfrestur31. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Lágmúli 9, 108 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í fjarskiptum
Orkufjarskipti hf.

Tæknifulltrúi hjá Nova
Nova

Global Information Security Director
Embla Medical | Össur

Sölufulltrúi í tölvuverslun - Reykjavík
Tölvutek

Forritari hjá Aurbjörgu
Aurbjörg

DevOps sérfræðingur / Senior DevOps Engineer
Motus

FullStack Developer (.NET)
Meniga

Automation Engineer
CCP Games

Business Central Specialist
Embla Medical | Össur

Forritun og arkitektúr
Sensa ehf.

AWS Cloud Architect & DevOps Engineer
APRÓ

Metnaðarfullum sölu- og tæknifulltrúi
Boðtækni ehf