

Forritun og arkitektúr
Langar þig að byggja lausnir sem umbreyta viðskiptaferlum og nýta gögn til fulls?
Komdu í öflugt teymi þar sem þú færð að hafa áhrif á stafræna framtíð.
Við leitum að reyndum forritara í þróunarteymið okkar. Hjá okkur munt þú taka þátt í verkefnum sem tengjast samþættingum, viðskiptaferlum og þróun hugbúnaðarlausna. Við notum aðallega .NET, en einnig Python, TypeScript og önnur forritunarmál eftir því sem verkefnin kalla á. Teymið vinnur einnig með framendalausnir og fjölbreytt gagnavinnslutól, þannig að hæfni til að tileinka sér ný verkfæri er mikilvæg.
CI/CD, DevOps og GitOps eru mikilvægur hluti af vinnubrögðum teymisins. Auk forritunar snýst starfið einnig um ráðgjöf og samvinnu við viðskiptavini, þar sem hæfni til að skilja þarfir, greina lausnir og vinna sjálfstætt er mikill kostur.
Verkefnin snerta meðal annars á eftirfarandi tækni:
· Fjölbreytt forritunarmál, t.d. .NET (C#), Python og TypeScript
- Microsoft Azure og aðrar skýjalausnir
- Fjölbreyttir gagnagrunnar og gagnavinnsla
- RESTful vefþjónustur og API hönnun
CI/CD og DevOps vinnubrögð
- Vinna með gögn, gagnagrunna og gagnavinnslutól
- Þátttaka í þarfagreiningu og lausnahönnun með teymi og viðskiptavinum
- Hönnun og útfærsla á samþættingu kerfa og bakendalausnum
- Þróun og viðhald á vef- og hugbúnaðarlausnum.
- Vinna skipulega með skjölun á arkitektúr, gagnaflæði og lausnahönnun
- Miðla þekkingu og leggja til umbætur í hönnun og arkitektúr
- Mikil reynsla af hugbúnaðarþróun og djúpur skilningur á hugbúnaðarhönnun og arkitektúr
- Reynsla af samþættingum, API-þróun eða vinnu með gagnagrunna er mikill kostur
- Hæfni til að ræða og útskýra hugbúnaðararkitektúr á mannamáli og skjalfesta hann á faglegan hátt
- Sjálfstæð vinnubrögð, ráðgjafahæfni og sterk samskiptafærni í teymisvinnu og ákvörðunartöku.
- Skilningur á CI/CD og DevOps vinnubrögðum er kostur
- Áhugi á nýrri tækni og færni til að tileinka sér ný verkfæri hratt
- Samgöngustyrkur fyrir þá sem kjósa annan ferðamáta en einkabílinn
- Heilsueflingarstyrkur
- Hjólageymsla, líkamsræktar- og sturtuaðstaða
- Fyrsta flokks mötuneyti
- Sveigjanlegur vinnutími og möguleikar á fjarvinnu













