
Sensa ehf.
Sensa er alþjóðlegt þjónustufyrirtæki með starfsstöðvar í tólf löndum sem sérhæfir sig í fjölbreyttum lausnum í upplýsingatækni. Hjá Sensa starfar reynslumikill hópur sérfræðinga með hátt þekkingarstig.
Við bjóðum upp á sveigjanlegt vinnuumhverfi þar sem reynt er að koma til móts við þarfir hvers og eins eftir bestu getu.
Markmið Sensa er að vera ávallt í fararbroddi þar sem sterk liðsheild, hátt þekkingarstig og verðmæt viðskiptasambönd spila stórt hlutverk. Áhersla er lögð á að starfsfólk styrki sig í þekkingu og menntun með ýmsu móti og geti vaxið á eigin forsendum.
Eigandi Sensa er norska fyrirtækið Crayon sem starfar í 46 löndum. Crayon býður ýmsar lausnir í upplýsingatækni og er Sensa virkur þátttakandi í þróun þeirra lausna og í þjónustu við fyrirtæki á alþjóðavettvangi.

Vörustjóri - Hýsing og rekstur
Sensa leitar að ábyrgum og drífandi vörustjóra til að leiða áframhaldandi þróun og utanumhald á þjónustuframboði okkar í hýsingu og rekstri (Managed Services & Hosting).
Vörustýring er hluti af Viðskiptaþróun hjá Sensa og felur starfið í sér heildstæða ábyrgð á vöruframboði fyrirtækisins í hýsingu og rekstri. Vörustjóri tekur virkan þátt í áætlanagerð og ber ábyrgð á tekjugreiningum, vöruþróun, efnissköpun og vörulýsingum. Vörustjóri ber einnig ábyrgð á að viðhalda efni á vef Sensa og markaðssetningu, auk gerðar kynningarefnis í samráði við markaðsstjóra Sensa.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón og þróun þjónustuframboðs í hýsingu og rekstri, í samstarfi við lausnahópa og tæknilega sérfræðinga innan Sensa.
- Viðhald og miðlun efnis: skrifa og uppfæra vöru- og þjónustulýsingar, efni í samninga og markaðsefni.
- Yfirferð og rýni á reikningagögnum til að tryggja gagnaheilindi.
- Þátttaka í vöruþróun og framþróun þjónustu með hliðsjón af markaðsþörfum og tækniþróun.
- Stuðningur við sölusérfræðinga í tengslum við vöruframboð, kostnaðargreiningu og verðlagningu.
- Samkeppnisgreining á sambærilegum þjónustum á markaði.
- Tryggja samræmi við gæðaviðmið í allri framsetningu og innleiðingu þjónustu.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur.
- Mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
- Hæfni til efnissköpunar fyrir þjónustulýsingar, markaðsefni og kynningar.
- Þekking á lausnum sem snúa að hýsingu, rekstri, skýjalausnum og tengdum innviðum er kostur.
- Skilningur á hvernig þjónustur eru skilgreindar, verðlagðar og kynntar.
- Skipulagshæfni, sjálfstæði og fagleg vinnubrögð.
- Góð samskiptahæfni og geta til að miðla upplýsingum á skýran og markvissan hátt.
Fríðindi í starfi
- Samgöngustyrkur fyrir þá sem kjósa annan ferðamáta en einkabílinn
- Heilsueflingarstyrkur
- Hjólageymsla, líkamsræktar- og sturtuaðstaða
- Fyrsta flokks mötuneyti
- Sveigjanlegur vinnutími og möguleikar á fjarvinnu
Auglýsing birt19. ágúst 2025
Umsóknarfrestur7. september 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
ÁreiðanleikiDrifkrafturFagmennskaFrumkvæðiHreint sakavottorðJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurNákvæmniSjálfstæð vinnubrögðSkipulagSveigjanleikiTextagerðTeymisvinnaVandvirkniÞjónustulundÞolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)