Sensa ehf.
Sensa ehf.
Sensa ehf.

Vörustjóri - Hýsing og rekstur

Sensa leitar að ábyrgum og drífandi vörustjóra til að leiða áframhaldandi þróun og utanumhald á þjónustuframboði okkar í hýsingu og rekstri (Managed Services & Hosting).

Vörustýring er hluti af Viðskiptaþróun hjá Sensa og felur starfið í sér heildstæða ábyrgð á vöruframboði fyrirtækisins í hýsingu og rekstri. Vörustjóri tekur virkan þátt í áætlanagerð og ber ábyrgð á tekjugreiningum, vöruþróun, efnissköpun og vörulýsingum. Vörustjóri ber einnig ábyrgð á að viðhalda efni á vef Sensa og markaðssetningu, auk gerðar kynningarefnis í samráði við markaðsstjóra Sensa.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón og þróun þjónustuframboðs í hýsingu og rekstri, í samstarfi við lausnahópa og tæknilega sérfræðinga innan Sensa.
  • Viðhald og miðlun efnis: skrifa og uppfæra vöru- og þjónustulýsingar, efni í samninga og markaðsefni.
  • Yfirferð og rýni á reikningagögnum til að tryggja gagnaheilindi.
  • Þátttaka í vöruþróun og framþróun þjónustu með hliðsjón af markaðsþörfum og tækniþróun.
  • Stuðningur við sölusérfræðinga í tengslum við vöruframboð, kostnaðargreiningu og verðlagningu.
  • Samkeppnisgreining á sambærilegum þjónustum á markaði.
  • Tryggja samræmi við gæðaviðmið í allri framsetningu og innleiðingu þjónustu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur.
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
  • Hæfni til efnissköpunar fyrir þjónustulýsingar, markaðsefni og kynningar.
  • Þekking á lausnum sem snúa að hýsingu, rekstri, skýjalausnum og tengdum innviðum er kostur.
  • Skilningur á hvernig þjónustur eru skilgreindar, verðlagðar og kynntar.
  • Skipulagshæfni, sjálfstæði og fagleg vinnubrögð.
  • Góð samskiptahæfni og geta til að miðla upplýsingum á skýran og markvissan hátt.
Fríðindi í starfi
  • Samgöngustyrkur fyrir þá sem kjósa annan ferðamáta en einkabílinn 
  • Heilsueflingarstyrkur
  • Hjólageymsla, líkamsræktar- og sturtuaðstaða 
  • Fyrsta flokks mötuneyti 
  • Sveigjanlegur vinnutími og möguleikar á fjarvinnu 
Auglýsing birt19. ágúst 2025
Umsóknarfrestur7. september 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.ÁreiðanleikiPathCreated with Sketch.DrifkrafturPathCreated with Sketch.FagmennskaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.NákvæmniPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.SveigjanleikiPathCreated with Sketch.TextagerðPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Starfsgreinar
Starfsmerkingar