

Sérfræðingur í Microsoft 365, SharePoint og Power Platform
Ertu lausnamiðaður einstaklingur með ástríðu fyrir stafrænum umbreytingum?
Við leitum að drífandi og tæknivæddum einstaklingi til að ganga til liðs við öflugt teymi okkar sem sérhæfir sig í að hámarka nýtingu Microsoft 365 lausna fyrir fyrirtæki og stofnanir. Við bjóðum bæði upp á tilbúnar og sérsniðnar lausnir. Okkar viðskiptavinir eru fyrirtæki, opinber fyrirtæki og sveitarfélög.
Um Spektra
Við erum ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig Microsoft 365 lausnum í SharePoint og Microsoft 365. Við bjóðum upp á tilbúnar lausnir, sérlausnir, ráðgjöf og kennslu. Í heildina starfa rétt tæplega 20 starfsmenn hjá okkur. Við samanstöndum af reynslumiklum og hressum ráðgjöfum og hugbúnaðarsérfræðingum.
Meðal tilbúna lausna eru Gæðahandbók, WorkPoint skjala- og ferlalausn, fundagátt, innrivefir og fleira. Við erum með starfsemi á Íslandi og í Hollandi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Þór Haraldsson, [email protected]
Við vinnum með fjölbreyttum viðskiptavinum að því að móta og innleiða snjallar lausnir í Microsoft 365 umhverfinu, þar á meðal:
- SharePoint Online
- Power Platform (Power Automate, Power Apps, Power BI)
- Samþættingu við ýmis tól
- Ráðgjöf og fræðsla
Við bjóðum:
- Tækifæri til að taka þátt í spennandi stafrænum umbreytingaverkefnum
- Þekkingardrifið og metnaðarfullt starfsumhverfi
- Tækifæri til að vaxa í starfi og hafa áhrif
- Frábært andrúmsloft í öflugu teymi
- Áskoranir og fjölbreytt verkefni í takt við styrkleika þína
- Hefur góða reynslu af Microsoft 365 og SharePoint
- Hefur skilning/þekkingu á Power Platform lausnum (og er tilbúin til að læra hratt)
- Ert lausnamiðaður einstaklingur og býrð yfir góðri tæknilegri innsýn
- Nýtur þess að vinna bæði sjálfstætt og í teymi
- Hefur samskiptahæfileika og þjónustulund











