

Verkefnastjóri í stafrænni þróun
Viltu leiða stafræna umbreytingu og hjálpa fyrirtækjum að nýta Microsoft 365, SharePoint og Power Platform til fulls?
Við leitum að skipulögðum og lausnamiðuðum verkefnastjóra sem hefur brennandi áhuga á stafrænni þróun og getur sameinað tæknilega innsýn og öfluga verkefnastjórn.
Um starfið
Sem verkefnastjóri hjá okkur verður þú lykilmanneskja í innleiðingu og þróun á lausnum fyrir fjölbreytta viðskiptavini. Þú munt vinna þétt með ráðgjöfum og tækniteymi, halda utan um verkefnaáætlanir og tryggja framgang verkefna – frá hugmynd til verkloka.
Um Spektra
Við erum ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig Microsoft 365 lausnum í SharePoint og Microsoft 365. Við bjóðum upp á tilbúnar lausnir, sérlausnir, ráðgjöf og kennslu. Í heildina starfa rétt tæplega 20 starfsmenn hjá okkur. Við samanstöndum af reynslumiklum og hressum ráðgjöfum og hugbúnaðarsérfræðingum.
Meðal tilbúna lausna eru Gæðahandbók, WorkPoint skjala- og ferlalausn, fundagátt, innrivefir og fleira. Við erum með starfsemi á Íslandi og í Hollandi.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Þór Haraldsson, [email protected]
Við vinnum með fjölbreyttum viðskiptavinum að því að móta og innleiða snjallar lausnir í Microsoft 365 umhverfinu, þar á meðal:
- Umsjón með þróunarverkefnum í Microsoft 365, SharePoint og Power Platform
- Skipulagning, eftirfylgni og samskipti við viðskiptavini
- Samvinna við hönnuði, forritara og ráðgjafa innan teymis
- Gæðaeftirlit og framvinda verkefna í samræmi við tímalínu og markmið
Við bjóðum:
- Ábyrgð og sjálfstæði í verkefnum sem skipta máli
- Tækifæri til að vaxa og sérhæfa sig í Microsoft lausnum
- Samstarf við leiðandi sérfræðinga á sínu sviði
- Nýsköpunarvænt umhverfi þar sem hugmyndir fá að blómstra
- Að vinna með viðskiptavinum sem kunna að meta virði tæknilausna
- Tækifæri til að hafa mikil áhrif
- Hefur reynslu af verkefnastjórnun, helst í tengslum við upplýsingatækni eða stafræn verkefni
- Þekkir vel til Microsoft 365 lausna – sér í lagi SharePoint og Power Platform – eða hefur áhuga á að ná tökum á þeim
- Ert skipulögð/skipulagður, öguð/agaður og með sterka samskiptahæfni
- Hefur metnað til að bæta ferla og skapa virði fyrir viðskiptavini











