Spektra
Spektra
Spektra

Verkefnastjóri í stafrænni þróun

Viltu leiða stafræna umbreytingu og hjálpa fyrirtækjum að nýta Microsoft 365, SharePoint og Power Platform til fulls?
Við leitum að skipulögðum og lausnamiðuðum verkefnastjóra sem hefur brennandi áhuga á stafrænni þróun og getur sameinað tæknilega innsýn og öfluga verkefnastjórn.

Um starfið

Sem verkefnastjóri hjá okkur verður þú lykilmanneskja í innleiðingu og þróun á lausnum fyrir fjölbreytta viðskiptavini. Þú munt vinna þétt með ráðgjöfum og tækniteymi, halda utan um verkefnaáætlanir og tryggja framgang verkefna – frá hugmynd til verkloka.

Um Spektra
Við erum ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig Microsoft 365 lausnum í SharePoint og Microsoft 365. Við bjóðum upp á tilbúnar lausnir, sérlausnir, ráðgjöf og kennslu. Í heildina starfa rétt tæplega 20 starfsmenn hjá okkur. Við samanstöndum af reynslumiklum og hressum ráðgjöfum og hugbúnaðarsérfræðingum.

Meðal tilbúna lausna eru Gæðahandbók, WorkPoint skjala- og ferlalausn, fundagátt, innrivefir og fleira. Við erum með starfsemi á Íslandi og í Hollandi.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þór Haraldsson, [email protected]

Helstu verkefni og ábyrgð

Við vinnum með fjölbreyttum viðskiptavinum að því að móta og innleiða snjallar lausnir í Microsoft 365 umhverfinu, þar á meðal:

  • Umsjón með þróunarverkefnum í Microsoft 365, SharePoint og Power Platform
  • Skipulagning, eftirfylgni og samskipti við viðskiptavini
  • Samvinna við hönnuði, forritara og ráðgjafa innan teymis
  • Gæðaeftirlit og framvinda verkefna í samræmi við tímalínu og markmið

Við bjóðum:

  • Ábyrgð og sjálfstæði í verkefnum sem skipta máli
  • Tækifæri til að vaxa og sérhæfa sig í Microsoft lausnum
  • Samstarf við leiðandi sérfræðinga á sínu sviði
  • Nýsköpunarvænt umhverfi þar sem hugmyndir fá að blómstra
  • Að vinna með viðskiptavinum sem kunna að meta virði tæknilausna
  • Tækifæri til að hafa mikil áhrif
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hefur reynslu af verkefnastjórnun, helst í tengslum við upplýsingatækni eða stafræn verkefni
  • Þekkir vel til Microsoft 365 lausna – sér í lagi SharePoint og Power Platform – eða hefur áhuga á að ná tökum á þeim
  • Ert skipulögð/skipulagður, öguð/agaður og með sterka samskiptahæfni
  • Hefur metnað til að bæta ferla og skapa virði fyrir viðskiptavini
Auglýsing birt8. ágúst 2025
Umsóknarfrestur22. ágúst 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Laugavegur 178, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.VerkefnastjórnunPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun í upplýsingatækni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar