
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Auk tæplega þrettán þúsund nemenda starfa þar rúmlega sextán hundruð fastráðnir starfsmenn og yfir tvö þúsund stundakennarar og lausráðnir starfsmenn.Megin hlutverk Háskólans er að vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun. Til þess að svo megi vera þarf fjölmarga ólíka starfsmenn.
Háskóli Íslands er lifandi samfélag þar sem saman koma einstaklingar með ólíkan bakgrunn en allir vinna þó að sama marki að gera Háskóla Íslands að enn öflugri menntastofnun en hún er í dag.
Markmið Háskóla Íslands er að vera í fremstu röð háskóla og að nota alþjóðlega viðurkennda mælikvarða við allt gæðamat á starfi skólans. Gerðar eru kröfur til kennara, stjórnenda og annars starfsfólks til að ná þessu markmiði.
Í könnunum sem gerðar hafa verið um starfsumhverfi Háskóla Íslands kemur í ljós að starfsánægja er mikil, starfsandi góður og starfsfólk telur sig vera í góðri aðstöðu til að þróast í starfi.

Verkefnisstjóri alþjóðlegra námskeiða
Hefur þú áhuga á háskólastarfi og vilt styðja við alþjóðavæðingu náms og kennslu?
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra alþjóðlegra námskeiða á alþjóðasviði Háskóla Íslands.
Alþjóðasvið sér um formleg samskipti Háskóla Íslands við erlendar menntastofnanir og styður alþjóðlegt samstarf innan háskólans. Sviðið veitir nemendum, starfsfólki og fræðasviðum fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf í tengslum við nám og störf erlendis, þátttöku í alþjóðlegum samstarfsverkefnum og móttöku erlendra samstarfsaðila. Verkefnisstjórinn tilheyrir Aurora-teymi HÍ sem hefur umsjón með þátttöku háskólans í evrópska háskólanetinu Aurora.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Stuðningur við kennara og deildir HÍ vegna skipulags alþjóðlegra námskeiða þvert á Aurora-háskólana
- Umsýsla með styrkjum og sjóðum vegna Aurora-námskeiða við HÍ
- Upplýsingagjöf til starfsfólks HÍ um tækifæri Aurora-samstarfsins t.d. með kynningum og viðburðum
- Samstarf þvert á Aurora-háskólana um alþjóðavæðingu kennslu
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. í alþjóðasamskiptum, kennslufræði eða verkefnastjórnun
- Reynsla af verkefnastjórnun alþjóðlegra samstarfsverkefna er æskileg
- Reynsla af alþjóðlegu háskólaumhverfi og/eða kennsluþróun er kostur
- Góð kunnátta og færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku
- Góð skipulags- og samskiptahæfni
- Metnaður, frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
Auglýsing birt5. ágúst 2025
Umsóknarfrestur15. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Sérfræðingur í auglýsingabirtingum
Datera ehf.

Verkefnastjóri á Akureyri
Securitas

Framúrskarandi verkefnastjóri í fjölbreytt verkefni
HH hús

Verkefnastjóri Reykjavíkurflugvallar
Isavia Innanlandsflugvellir

Óskað er eftir leikskólaráðgjafa tímabundið í eitt ár.
Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu

Verkstjóri/verkefnastjóri
TILDRA Byggingafélag ehf.

Verkefnastjóri Stafrænna lausna
Sensa ehf.

Verkefnastjóri
Gjaldskil Debitum

Verkefnastjóri
Steypustöðin

Umsjónarkennari í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ

HR Business Partner
CCP Games

VERKEFNASTJÓRI
Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar