Háskóli Íslands
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands

Verkefnisstjóri alþjóðlegra námskeiða

Hefur þú áhuga á háskólastarfi og vilt styðja við alþjóðavæðingu náms og kennslu?

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra alþjóðlegra námskeiða á alþjóðasviði Háskóla Íslands.

Alþjóðasvið sér um formleg samskipti Háskóla Íslands við erlendar menntastofnanir og styður alþjóðlegt samstarf innan háskólans. Sviðið veitir nemendum, starfsfólki og fræðasviðum fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf í tengslum við nám og störf erlendis, þátttöku í alþjóðlegum samstarfsverkefnum og móttöku erlendra samstarfsaðila. Verkefnisstjórinn tilheyrir Aurora-teymi HÍ sem hefur umsjón með þátttöku háskólans í evrópska háskólanetinu Aurora.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stuðningur við kennara og deildir HÍ vegna skipulags alþjóðlegra námskeiða þvert á Aurora-háskólana
  • Umsýsla með styrkjum og sjóðum vegna Aurora-námskeiða við HÍ 
  • Upplýsingagjöf til starfsfólks HÍ um tækifæri Aurora-samstarfsins t.d. með kynningum og viðburðum
  • Samstarf þvert á Aurora-háskólana um alþjóðavæðingu kennslu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólapróf sem nýtist í starfi, t.d. í alþjóðasamskiptum, kennslufræði eða verkefnastjórnun
  • Reynsla af verkefnastjórnun alþjóðlegra samstarfsverkefna er æskileg
  • Reynsla af alþjóðlegu háskólaumhverfi og/eða kennsluþróun er kostur
  • Góð kunnátta og færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku
  • Góð skipulags- og samskiptahæfni
  • Metnaður, frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
Auglýsing birt5. ágúst 2025
Umsóknarfrestur15. ágúst 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar