
Steypustöðin
Steypustöðin var stofnuð árið 1947 og eru aðalstöðvar félagsins á Malarhöfða 10 Reykjavík.
Steypustöðin er með útibú á nokkrum stöðum eins og Hafnarfirði, Selfossi, Helguvík, Borgarnesi og Þorlákshöfn ásamt tveimur færanlegum Steypustöðvum.
Eins og nafnið gefur kynna til er meginstarfssemi félagsins framleiðsla og afhending á steypu. Félagið rekur einnig helluverksmiðju, flotbíla fyrir flotmúr, múrverslun, efnisvinnslu og stærstu einingaverksmiðju landsins í Borgarnesi.
Hjá félaginu starfa nú um 300 starfsmenn

Verkefnastjóri
Steypustöðin leitar að drífandi og jákvæðum verkefnastjóra. Starfið er unnið á virkum dögum og getur starfsstöðin verið í Reykjavík sem og í Borgarnesi. Verkefnastjóri ber ábyrgð á og fylgir eftir að verksamningar séu fullnustaðir. Verkefnastjóri gerir viðeigandi ráðstafanir til að verkefni standi tímaáætlun verksamnings og heldur utanum þau frávik sem kunna að verða og hafa áhrif á samningsliði.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Rekstur verklegra framkvæmda, s.s. eftirlit með verkframvindu, eftirlit með kostnaðarframvindu og tímalínu verkefna
- Undirbúningur verkefna
- Upplýsingagjöf og samskipti við aðila verksamnings, innri byrgja og undirverktaka
- Utanumhald um breytingar í verkum, og tilkynningar þar af lútandi
- Magntökur, efnispantanir og undirbúningur verklegra framkvæmda
- Önnur tilfallandi störf
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði tækni-, byggingarfræði eða verkefnastjórnunar
- Reynsla á verkefnastýringu er kostur
- Þekking og reynsla af tölvutengdum forritum sem nýtast við starfið
- Góð íslensku og enskukunnátta
- Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í starfi
- Sterk öryggis- og gæðavitund ásamt góðri samstarfs og samskiptahæfni
Fríðindi í starfi
- Fjölbreytt og krefjandi verkefni
- Námskeið og fræðsla
- Hádegismatur
- Jákvætt og hvetjandi vinnuumhverfi
- Líkamsræktarstyrkur
Auglýsing birt16. júlí 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Engjaás 2, 310 Borgarnes
Malarhöfði 10, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Forstöðumaður fjármálamarkaða
Seðlabanki Íslands

Sérfræðingur á skrifstofu heilbrigðisþjónustu
Heilbrigðisráðuneytið

Sérfræðingar í fjármálaþjónustu og rekstrarráðgjöf
Reykjavík - Fjármála- og áhættustýringarsvið

Verkefnastjóri um byggingu nýs íþróttahúss
Sveitarfélagið Hornafjörður

Sviðsstjóri innviðasviðs
Fjarskiptastofa

Verkefnastjóri - Reyðarfjörður
VHE

Yfirverkefnastjóri framkvæmda á byggingasviði
Atlas Verktakar ehf

Fjármálaráðgjöf Deloitte er að ráða ráðgjafa
Deloitte

Sérfræðingur í auglýsingabirtingum
Datera ehf.

Verkefnastjóri á Akureyri
Securitas

Framleiðslusérfræðingur / Process Engineer
Alcoa Fjarðaál

Framleiðslusérfræðingur / Production Specialist
Alcoa Fjarðaál