
Atlas Verktakar ehf
Atlas Verktakar er alhliða byggingarverktaki sem var stofnað árið 2019. Fyrirtækið býr yfir víðtækri reynslu í byggingu og viðhaldi á fasteignum frá grunni, til lokafrágangs. Má þá nefna sem dæmi þakfrágang með þakpappa, utanhúsklæðningar, uppsetningu og frágang á stálgrindarhúsum, yleiningum sem og hvers konar einingarhúsavinnu. Einnig sér fyrirtækið um gluggaskipti, parketlagnir, klæðningar, pallasmíði, milliveggi o.m.fl.
Atlas Verktakar vinna í nánu samstarfi við undirverktaka og birgja og tekur fyrirtækið einnig að sér verkefnastýringu frá frumhönnun og aðstoðar verkkaupa í gegnum allt ferlið að framkvæmd og einnig í framkvæmdum. Hjá fyrirtækinu starfa byggingarstjórar og iðnmeistarar sem vinna eftir samþykktu gæðakerfi.

Yfirverkefnastjóri framkvæmda á byggingasviði
Við hjá Atlas verktökum leitum að reynslumiklum einstakling í starf verkefnastjóra framkvæmda á byggingarsviði. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf hjá framsæknu fyrirtæki.
Það er mikilvægt að viðkomandi búi yfir góðum skipulagshæfileikum, faglegum vinnubrögðum og lipurð í mannlegum samskiptum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Yfirumsjón með og ábyrgð á byggingaverkefnum og framkvæmd þeirra
Tilboðsgerð, áætlanagerð og eftirfylgni verkefna
Samstarf við verkkaupa, hönnuði og aðra hagsmunaaðila
Vera leiðandi og ráðgefandi fyrir verkstjóra á verkstöðum
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. byggingafræði, byggingartæknifræði, verkfræði
eða önnur sambærileg menntun.
Reynsla af verklegum framkvæmdum og/eða viðhaldi mannvirkja er kostur
Auglýsing birt5. ágúst 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Smáratorg 3, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
Mannleg samskiptiSjálfstæð vinnubrögðSkipulagVandvirkni
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Forstöðumaður fjármálamarkaða
Seðlabanki Íslands

Sérfræðingar í fjármálaþjónustu og rekstrarráðgjöf
Reykjavík - Fjármála- og áhættustýringarsvið

Verkefnastjóri um byggingu nýs íþróttahúss
Sveitarfélagið Hornafjörður

Sviðsstjóri innviðasviðs
Fjarskiptastofa

Verkefnastjóri - Reyðarfjörður
VHE

Fjármálaráðgjöf Deloitte er að ráða ráðgjafa
Deloitte

Framleiðslusérfræðingur / Process Engineer
Alcoa Fjarðaál

Framleiðslusérfræðingur / Production Specialist
Alcoa Fjarðaál

Verkefnastjóri
ÍAV

Verkefnastjóri í jarðvinnu
ÍAV

Starf við sölu og ráðgjöf á lækningatækjum
Fastus

Verkefnastjóri Reykjavíkurflugvallar
Isavia Innanlandsflugvellir