ÍAV
ÍAV
ÍAV

Verkefnastjóri í jarðvinnu

ÍAV óskar eftir að ráða verkefnastjóra í jarðvinnu til starfa hjá félaginu. Fjölbreytt verkefni í boði og góð verkefnastaða.

Í tæp 70 ár hafa Íslenskir aðalverktakar komið að hönnun og byggingu margra af mikilvægustu mannvirkjum landsins. Framkvæmdirnar eru fjölbreyttar og listinn er langur; má þar nefna íbúðarbyggingar, verslunar- og atvinnuhúsnæði, vegagerð, brýr, jarðgöng, hafnarmannvirki, virkjanir, skóla, sundlaugar, baðlón, íþróttahús og tónlistarhúsið Hörpu.

Ef þú hefur metnað til að breyta vilja í verk, hvetjum við þig til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Undirbúningur og stjórnun verkefna
  • Samskipti við fulltrúa verkkaupa, hönnuði og opinbera aðila
  • Gerð og rekstur verksamninga
  • Ábyrgð á fjárhagslegri afkomu og skýrslugerð í verkefnum
  • Gerð og eftirfylgni verk- og aðfangaáætlana
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af jarðvinnuverkefnum 
  • Reynsla af verkefnastjórnun, framhaldsnám er kostur
  • Hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og í teymisvinnu
  • Framúrskarandi samskipta og skipulagsfærni
  • Stundvísi og reglusemi.
  • Færni í munnlegri og skriflegri íslensku og ensku

 

Auglýsing birt30. júlí 2025
Umsóknarfrestur22. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)