Flóra Hotels
Flóra Hotels

Yfirmaður viðhalds - Maintenance Supervisor

Flóra Hotels óskar eftir sjálfstæðum, skipulögðum og laghentum aðila í teymið okkar til að sinna viðhaldi á okkar helstu starfsstöðvum.

Viðhaldsstjóri leiðir og stýrir viðhaldsteymi, tryggir að verkefni séu rétt úthlutuð, unnin og kláruð á skilvirkan hátt. Viðkomandi ber ábyrgð á reglubundnu viðhaldi og viðgerðum ásamt því að tryggja að allar eignir séu öruggar, snyrtilegar og í góðu ásigkomulagi fyrir gesti okkar og starfsfólk

Helstu verkefni og ábyrgð

·       Sjá um daglegt viðhald og viðgerðir á fasteignum Flóra hotels.

·       Reglulegar skoðunarferðir til greina stöðu viðhalds og viðgerða.

·       Bregðast við viðhaldsbeiðnum með skilvirkum hætti.

·       Tryggja að herbergi og sameignir uppfylli öryggis- og gæðakröfur.

·       Halda utan um verkbókhald, skýrslur og skráningu viðhaldsbeiðna.

·       Bera ábyrgð á og leiða verkefni með starfsfólki viðhalds og verktökum.

Menntunar- og hæfniskröfur

·       Reynsla af viðhaldsstörfum eða sambærilegu tæknilegu starfi.

·       Haldbær þekking á algengum vélbúnaði, rafkerfum og/eða pípulögnum.

·       Sjálfstæð og lausnamiðuð vinnubrögð.

·       Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót.

·       Gott vald á ensku, kunnátta í íslensku er kostur.

·       Bílpróf er skilyrði.

·       Líkamlegt úthald og geta til að sinna fjölbreyttum verkefnum við ólíkar aðstæður.

·       Reynsla af því að leiða teymi er kostur.

Auglýsing birt29. júlí 2025
Umsóknarfrestur10. ágúst 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Meðalhæfni
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar