Félagsstofnun stúdenta
Félagsstofnun stúdenta

Framkvæmdastjóri

Félagsstofnun stúdenta (FS) óskar eftir að ráða framsýnan og drífandi framkvæmdastjóra. FS gegnir lykilhlutverki í daglegu lífi stúdenta og hefur í gegnum árin byggt upp fjölbreytta og öfluga starfsemi sem styður við nám og lífsgæði þeirra. Leitað er að öflugum einstaklingi til að leiða áframhaldandi vöxt og uppbyggingu ásamt því að vera í traustu samstarfi við breiðan hóp samstarfsaðila, meðal annars Háskóla Íslands og stúdenta. Um er að ræða krefjandi og fjölbreytt starf í hjarta háskólasamfélagsins.

Um Félagsstofnun stúdenta:

FS er þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta Háskóla Íslands og rekur meðal annars Bóksölu stúdenta, Leikskóla stúdenta, Stúdentagarða, Hámu (kaffi- og matarsölu) og Stúdentakjallarann. Markmið félagsins er að bjóða stúdentum góða þjónustu á sanngjörnu verði og stuðla að bættum lífsskilyrðum þeirra. Alls starfa um 150 starfsmenn hjá FS og eru skrifstofurnar staðsettar á Háskólatorgi.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Ábyrgð á heildarstefnu og daglegum rekstri fjölbreyttrar starfsemi FS í samstarfi við stjórn.
  • Ábyrgð á framgangi verkefna og öflun nýrra verkefna.
  • Ábyrgð á fjármálum allra rekstrareininga FS.
  • Stuðla að framþróun og uppbyggingu á þjónustu við stúdenta.
  • Stuðla að öflugum tengslum við innlenda og erlenda hagsmunaaðila.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Mjög góð samskipta-, skipulags- og leiðtogahæfni.
  • Farsæl reynsla af samningaviðræðum og samningagerð.
  • Þekking og reynsla af umhverfi Háskóla Íslands og málefnum stúdenta.
  • Geta til að setja sig hratt inn í verkefni og leiðbeina öðrum til árangurs.
  • Hæfni til að leiða nýsköpun og sókn í ný tækifæri fyrir FS.
  • Góð greiningarhæfni og reynsla af framsetningu og miðlun gagna.
  • Reynsla af stjórnun og rekstri er kostur.
  • Reynsla af viðskiptaþróun er kostur.
  • Heiðarleiki og gott orðspor.
  • Frumkvæði, jákvæðni, drifkraftur og metnaður.
  • Gott vald á tjáningu í ræðu og riti á íslensku og ensku.
  • Gott vald á helstu tækniforritum.

Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran ([email protected]).

Auglýsing birt9. júlí 2025
Umsóknarfrestur5. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Sæmundargata 4-10 4R, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.LeiðtogahæfniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar