HD Iðn- og tækniþjónusta
HD Iðn- og tækniþjónusta
HD Iðn- og tækniþjónusta

Sviðsstjóri tæknisviðs HD ehf.

Leiðandi hlutverk í framsæknu iðn- og tæknifyrirtæki

HD Iðn- og tækniþjónusta leita að metnaðarfullum og framsýnum stjórnanda til að leiða fjölbreytt og öflugt teymi á tæknisviði fyrirtækisins inn í næsta vaxtarskeið. Við leitum að einstaklingi með góða þekkingu á iðnaði og tæknilausnum, reynslu af stjórnunarstörfum og framúrskarandi samskiptahæfni.
HD er eitt öflugasta iðn- og tækniþjónustufyrirtækið á Íslandi og þjónustar meðal annars orku- og veitufyrirtæki, stóriðju, sjávarútveg og fiskeldi. Fyrirtækið leggur ríka áherslu á sjálfbærni, öryggi og framúrskarandi verklegan árangur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórn og rekstur tæknisviðs
  • Mótun tæknistefnu HD með áherslu á sjálfbærni, nýsköpun og öryggi
  • Byggja upp og leiða öflugt teymi sérfræðinga
  • Leiða og þróa ástandsgreiningarþjónustu HD
  • Stýra þróun og innleiðingu tæknilausna á sviði, orku, iðnaðar og sjávarútvegs
  • Yfirumsjón  með stærri verkefnum og verkefnastjórn
  • Vinna að útboðum, tilboðum og verkáætlunum
  • Fylgja eftir verkefnum og tryggja afhendingu samkvæmt áætlun og gæðaviðmiðum
  • Viðhalda og efla tengsl við núverandi og verðandi viðskiptavini
  • Stuðningur við önnur svið fyrirtækisins
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í verkfræði, tæknifræði, orkutækni eða skyldum greinum
  • Reynsla af stjórnunarstörfum
  • Þekking á helstu þáttum iðnaðar
  • Leiðtogahæfni og geta til að starfa í þverfaglegum teymum
  • Reynsla af verkefnastjórnun, umbótaverkefnum og innleiðingu nýrra tæknilausna
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og reynsla af samstarfi við verktaka og viðskiptavini
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli
Auglýsing birt25. júlí 2025
Umsóknarfrestur11. ágúst 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vesturvör 36, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar