ÍAV
ÍAV
ÍAV

Verkefnastjóri

ÍAV leitar að áhugasömum verkefnastjóra til að ganga til liðs við hóp verkefnastjóra sem sinna fjölbreyttum verkefnum hjá félaginu.

Í 70 ár hefur ÍAV komið að hönnun og byggingu margra af mikilvægustu mannvirkjum landsins. Framkvæmdirnar eru fjölbreyttar og listinn er langur; má þar nefna íbúðarbyggingar, verslunar- og atvinnuhúsnæði, vegagerð, brýr, jarðgöng, hafnarmannvirki, virkjanir, skóla, sundlaugar, baðlón, íþróttahús og tónlistarhúsið Hörpu.

Ef þú hefur metnað til að breyta vilja í verk, hvetjum við þig til að sækja um.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Undirbúningur, skipulagning og áætlanagerð í framkvæmdaverkefnum
  • Gerð og rekstur samninga við undirverktaka og birgja
  • Gerð kostnaðaráætlana, upplýsingagjöf um framvindu og skýrslugerð
  • Gerð verkáætlana og aðfangaáætlana ásamt eftirfylgni
  • Samskipti við hagsmunaaðila, s.s. verkkaupa, eftirlit, hönnuði og opinbera aðila
  • Ábyrgð á gæða-, umhverfis- og öryggismálum
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi, viðurkennd vottun í verkefnastjórnun er kostur
  • Reynsla af verkefnastjórnun, framhaldsnám er kostur
  • Hæfni til að vinna bæði sjálfstætt og í teymisvinnu
  • Framúrskarandi samskipta og skipulagsfærni
  • Reynsla af notkun á verkefnavef og hönnunarlíkana er kostur
  • Reynsla af öryggis- og gæðamálum í framkvæmdaverkefnum er kostu
  • Færni í munnlegri og skriflegri íslensku og ensku
Auglýsing birt30. júlí 2025
Umsóknarfrestur22. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar