Matís ohf.
Matís ohf.
Matís ohf.

Sérfræðingur í útblástursmælingum

Matís leitar að sérfræðingi í útblástursmælingum.

Hefur þú áhuga á umhverfisvöktun og mælingum? Matís óskar eftir metnaðarfullum og skipulögðum sérfræðingi í útblástursmælingum til að ganga til liðs við öflugt teymi.

Starfið felst aðallega í framkvæmd útblástursmælinga fyrir iðnað á Íslandi auk þjónustu við loftgæðastöðvar og söfnunar sýna í tengslum við umhverfisvöktun. Sérfræðingurinn mun einnig greina og vinna úr gögnum mælinga, í nánu samstarfi við annað fagfólk Matís.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Framkvæmd útblástursmælinga fyrir iðnað á Íslandi
  • Greining og úrvinnsla niðurstaðna úr mælingum
  • Þjónusta við loftgæðastöðvar
  • Söfnun ýmissa sýna í tengslum við umhverfisvöktun
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun í verkfræði, efnafræði eða skyldum greinum er skilyrði
  • Reynsla af rannsóknum, mælingum og notkun mælitækja er kostur
  • Starfið felur í sér líkamlegt álag og vinnu í hæð og mikilvægt að umsækjandi treysti sér í slíkt
  • Jákvætt viðmót og lipurð í samskiptum
  • Samstarfshæfni og sveigjanleiki
  • Sjálfstæð, skipulögð og nákvæm vinnubrögð
  • Frumkvæði og faglegur metnaður
  • Góð almenn kunnátta í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
  • Góð almenn tölvukunnátta
Auglýsing birt24. júlí 2025
Umsóknarfrestur12. ágúst 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Vínlandsleið 12-14, 113 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar