
Matís ohf.
Þekkingarfyrirtækið Matís vinnur að rannsóknum og nýsköpun á matvælum til að efla verðmætasköpun, matvælaöryggi og lýðheilsu.

Sérfræðingur í útblástursmælingum
Matís leitar að sérfræðingi í útblástursmælingum.
Hefur þú áhuga á umhverfisvöktun og mælingum? Matís óskar eftir metnaðarfullum og skipulögðum sérfræðingi í útblástursmælingum til að ganga til liðs við öflugt teymi.
Starfið felst aðallega í framkvæmd útblástursmælinga fyrir iðnað á Íslandi auk þjónustu við loftgæðastöðvar og söfnunar sýna í tengslum við umhverfisvöktun. Sérfræðingurinn mun einnig greina og vinna úr gögnum mælinga, í nánu samstarfi við annað fagfólk Matís.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Framkvæmd útblástursmælinga fyrir iðnað á Íslandi
- Greining og úrvinnsla niðurstaðna úr mælingum
- Þjónusta við loftgæðastöðvar
- Söfnun ýmissa sýna í tengslum við umhverfisvöktun
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í verkfræði, efnafræði eða skyldum greinum er skilyrði
- Reynsla af rannsóknum, mælingum og notkun mælitækja er kostur
- Starfið felur í sér líkamlegt álag og vinnu í hæð og mikilvægt að umsækjandi treysti sér í slíkt
- Jákvætt viðmót og lipurð í samskiptum
- Samstarfshæfni og sveigjanleiki
- Sjálfstæð, skipulögð og nákvæm vinnubrögð
- Frumkvæði og faglegur metnaður
- Góð almenn kunnátta í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti.
- Góð almenn tölvukunnátta
Auglýsing birt24. júlí 2025
Umsóknarfrestur12. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Vínlandsleið 12-14, 113 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Specialist – Engineering & CSV Compliance
Alvotech hf

Sérfræðingur í gæðarannsóknardeild
Coripharma ehf.

Verkefnastjóri framkvæmda
Heimar

Verk- eða Tæknifræðingur óskast á Framkvæmdasvið
Norconsult ehf.

Kynbótafræðingur/Erfðafræðingur á Íslandi - Seniour Geneticist
Benchmark Genetics Iceland hf.

Verkefnastjóri í jarðvinnu
Grafa og Grjót

Sr. Lab Management Scientist
Alvotech hf

Verkefnastjóri
Steypustöðin

Langar þig að starfa við framkvæmdaeftirlit?
EFLA hf

Director of Data Integrity
Alvotech hf

Senior Process Engineer
Carbon Recycling International

Burðarvirkjahönnuðir
Verkís