
Landsvirkjun
Við hjá Landsvirkjun vinnum rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum og rekum sautján aflsstöðvar á fimm starfssvæðum víðs vegar um land. Höfuðstöðvar okkar eru í Reykjavík.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.
Við tryggjum starfsfólki góðan aðbúnað og sveigjanleika til að einfalda og auðvelda heilbrigða samþættingu vinnu og einkalífs. Stöðugt er hlúð að vellíðan og farsæld starfsfólks og unnið með heilsutengdar forvarnir, öryggi og vinnuvernd.
Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á jafnrétti í öllum okkar störfum.

Sérfræðingur í viðskiptagreiningu og þróun markaða
Við leitum að öflugum liðsfélaga í teymi viðskiptagreiningar og þróunar markaða. Teymið gegnir lykilhlutverki í því að veita innsýn í markaðsumhverfi orkumála. Við greinum markaði og viðskiptaumhverfi Landsvirkjunar, kortleggjum breytingar og miðlum þekkingu til stjórnenda og samstarfshópa, með það að markmiði að styðja við upplýsta ákvarðanatöku og stefnumótun.
Helstu verkefni:
- greina þróun innlendra og erlendra raforkumarkaða og þeirra markaða sem snerta viðskiptavini Landsvirkjunar
- kortleggja viðskiptaumhverfið og samkeppnishæfni Íslands í breytilegu alþjóðlegu samhengi
- greina fyrirkomulag raforkuviðskipta og stuðla að aukinni þekkingu
- veita ráðgjöf og innsýn innan fyrirtækisins með gögnum, greiningum og kynningum
- koma að samskiptum við hagaðila og miðla niðurstöðum á aðgengilegan hátt, m.a. með opnum fundum og kynningum
Við leitum að einstaklingi sem:
- hefur háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. í greinum eins og verkfræði, hagfræði, viðskiptafræði eða tengdum sviðum
- hefur reynslu af greiningarvinnu og framsetningu gagna
- býr yfir drifkrafti, frumkvæði og skipulagi og nýtur þess að hrinda verkum í framkvæmd
- hefur hæfni til að setja flókin gögn í samhengi, greina tækifæri og miðla niðurstöðum á skýran hátt
- er lausnamiðaður, sjálfstæður og jákvæður í samskiptum
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf sem rökstyður hæfni umsækjanda til starfsins.
Auglýsing birt30. júlí 2025
Umsóknarfrestur12. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Katrínartún 2, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniMannleg samskiptiTeymisvinna
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (3)
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri
ÍAV

Verk- eða tæknifræðingur við hönnun veitukerfa
VSÓ Ráðgjöf ehf.

Viltu horfa út í heim? Verkefnastjóri í erlendum verkefnum
Landsvirkjun

Verkefnastjóri framkvæmda
Heimar

Sérfræðingur í gagnavinnslu – Úrvinnslusjóður
Úrvinnslusjóður

Verkfræðingur í vöruþróun
Kerecis

Sviðsstjóri tæknisviðs HD ehf.
HD Iðn- og tækniþjónusta

Sérfræðingur í markaðseftirliti og eftirliti með raforkumarkaði
Umhverfis- og orkustofnun

Ert þú upprennandi endurskoðandi?
PwC

Specialist – Engineering & CSV Compliance
Alvotech hf

Verkstjóri/verkefnastjóri
TILDRA Byggingafélag ehf.

Financial Controller / sérfræðingur í fjármálagreiningu
Baader Iceland