Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar
Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar

Viðskipta- og markaðsstjóri

Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, óskar eftir að ráða drífandi og metnaðarfullan einstakling í starf viðskipta- og markaðsstjóra. Starfið býður upp á tækifæri á spennandi tímum til að taka þátt í mótun næstu fasa þróunaráætlunar svæðisins, þar sem unnið er að því að raungera tækifæri, gera lóðir að markaðsvöru og taka þátt í umfangsmiklu alþjóðlegu verkefni sem miðar að því að auka virði svæðisins – svæðis sem í daglegu tali er kallað K64 (www.k64.is).

Starfsmaður mun vinna náið með framkvæmdastjóra og öflugu teymi sérfræðinga að því að móta þróunarsvæðið, laða að innlenda og erlenda fjárfesta og gera lóðir að markaðstækifærum. Verkefnin eru fjölbreytt og miða að því að styrkja framtíðarsýn, ásýnd og atvinnuskapandi möguleika á Suðurnesjum. Viðskipta- og markaðsstjóri tekur þátt í nýjum verkefnum á sviði markaðs- og samskiptamála og ber ábyrgð á framfylgd þeirra.

Helstu verkefni og ábyrgð

Þróa og leiða sambönd við fjárfesta og aðra samstarfsaðila.

Greining, úrlausn og eftirfylgni verkefna.

Markaðssetning þróunarsvæðisins og samningagerð.

Þróun og úrvinnsla viðskiptatækifæra.

Samskipti við uppbyggingaraðila.

Þátttaka í gerð rekstrar- og fjárhagsáætlunar með framkvæmdastjóra.

Greining á samskiptaleiðum til að ná til fjárfesta.

Ábyrgð á gerð kynningarefnis, uppfærslu heimasíðu og öðrum upplýsingamiðlum

Ábyrgð og umsjón með verkefnum s.s skilgreining, skipulagning og eftirfylgni.

Dagleg samskipti við viðskiptavini og hagsmunaaðila.

Áhættustýring verkefna og mat á viðskiptatækifærum.

Verkefnastjórnun og þátttaka í teymisvinnu.

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfi. 

Framúrskarandi færni í fjármálæsi, áætlanagerð, greiningu og framsetningu gagna.

Reynsla af stjórnun og þróun verkefna.

Reynsla af samskiptum við hagsmunaaðila í krefjandi umhverfi.

Hæfni til að koma sínum hugmyndum á framfæri með tilheyrandi sannfæringarkrafti.

Jákvæðni, sjálfstæði og drifkraftur við mótun og framfylgd verkefna.

Geta til þess að vinna í krefjandi og breytilegu umhverfi.

Framúrskarandi hæfni í íslensku og ensku

Auglýsing birt9. júlí 2025
Umsóknarfrestur20. ágúst 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Skógarbraut 946, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar