
Háskólinn í Reykjavík
Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi.
Stefna Háskólans í Reykjavík er að vera öflugur kennslu- og rannsóknaháskóli með áherslu á tækni og samfélag.
Kjarnastarfsemi Háskólans í Reykjavík er kennsla og rannsóknir í sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag, þar sem áhersla er lögð á þverfagleika, alþjóðleg viðmið, nýsköpun og faglega þjónustu. Starfsemin mótast af persónulegum tengslum og virðingu fyrir samfélagi og umhverfi.

Verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála
Háskólinn í Reykjavík óskar eftir að ráða til starfa verkefnastjóra markaðs- og kynningarmála á samskiptasvið háskólans. Viðkomandi mun m.a. sinna efnisgerð (e. content creation) fyrir samfélagsmiðla og vef HR, stafrænni markaðssetningu, vinna markaðsefni í samstarfi við viðeigandi aðila og akademískar deildir, halda utan um kynningarráð nemenda og framhaldsskólakynningar, koma að viðburðastjórnun og almennu markaðs- og kynningarstarfi HR.
Helstu verkefni
- Umsjón með efnissköpun (e. content creation) frá upphafi til enda og gerð markaðsefnis
- Umsjón með birtingu á markaðsefni á samfélagsmiðlum
- Þátttaka í að móta markaðsherferðir
- Markaðssetning á viðburðum í nafni HR
- Textaskrif í tengslum við markaðsefni, fréttir og viðburðahald
- Umsjón með viðburðum og kynningum í nafni HR
- Samskipti við innri aðila á borð við önnur stoðsvið og akademískar deildir, sem og samskipti við ytri hagaðila
- Umsjón með kynningarráði og utanumhald framhaldsskólakynninga
- Framsetning markaðsefnis á vef og eftir atvikum uppfærsla á efni
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af stafrænni markaðssetningu og notkun Meta Ads Manager
- Þekking á Google Ads er kostur
- Reynsla af efnissköpun fyrir miðla á borð við Instagram og TikTok
- Framúrskarandi samskiptahæfni og geta til að vinna vel í hópi
- Mjög gott vald á íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Umsóknir berist rafrænt í gegnum umsóknarvef Háskólans í Reykjavík.Umsóknarfrestur er til og með 14. ágúst 2025.Allar nánari upplýsingar veitir mannauðsdeild Háskólans í Reykjavík, [email protected], og Ásthildur Gunnarsdóttir, forstöðukona samskiptasviðs, [email protected].
Auglýsing birt25. júlí 2025
Umsóknarfrestur14. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
InstagramMannleg samskiptiMarkaðssetning á netinuSkipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður knattspyrnudeildar Breiðabliks
Breiðablik

Samskiptaleiðtogi
Festa - miðstöð um sjálfbærni

Policy Officer in the Political, Press and Information Section
Sendinefnd Evrópusambandsins

Efnisveitan - leiðtogi í framlínu
EFNISVEITAN ehf.

Verkefnastjóri við opinber innkaup lyfja á Landspítala
Landspítali

Viltu verða Kaupmaður í Kron skóbúð?
Kron

Viðskipta- og markaðsstjóri
Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar

Ert þú grafískur snillingur?
Moss Markaðsstofa

Birtingastjóri
Kontor Auglýsingastofa ehf

Home Based - Personalized Internet Ads Assessor – Icelandic
TELUS Digital

Grafískur hönnuður
PLAY

Vef- og markaðsstjóri Múrbúðarinnar
Múrbúðin ehf.