

Efnisveitan - leiðtogi í framlínu
Í tæp tíu ár hefur Efnisveitan ehf. sérhæft sig í að aðstoða fyrirtæki, bæjarfélög, fasteignafélög og veitingageirann við að miðla notuðum búnaði til áframhaldandi nota. Við erum með vöruhús okkar í Skeifunni 7 Reykjavík og þaðan miðlum við margskonar búnaði til nýrra eigenda. Hjá Efnisveitunni starfa 7 manns.
Við leitum nú að öflugum aðila í hópinn en starfið felst í móttöku á fyrirspurnum, eftirfylgni og stundum afhendingum.
Helstu eiginleikar eru jákvæðni, góðir samskiptahæfileika, heiðarleiki og hafa frumkvæði. Íslenskan þarf að vera í góð – bæði skrifleg og munnleg.
Viðkomandi þarf að hafa bílpróf og tilbúinn að taka þátt í fjölbreyttu starfi þar sem enginn dagur er eins.
Við leitum að reyk/veiplausum einstaklingi.
Vinnutími 8.30 til 16:30 alla virka daga og til kl.15.30 á föstudögum.
Ef þú ert tilbúin/nn að vinna með fólki alla daga við fjölbreytt starf þá ekki hika við að sækja um.
Samskipti við viðskiptavini, eftirfylgni, - þátttaka í að endurnýta og spara fyrir samfélagið.
Góð íslenska í rituðu og töluðu máli er skilyrði og mikill kostur að tala góða ensku.
Kostur að hafa stúdentspróf.













