

Þjónustufulltrúi
Leitum að lífsglöðum og drífandi gæludýravini í skemmtilegt og fjölbreytt starf. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi, sem er tilbúin/n að bretta upp ermar, ganga í verkin með gleði og hafa gaman í vinnunni með okkur. Mörg skemmtileg verkefni bíða rétta aðilans.
Best er ef viðkomandi hefur góða þekkingu og reynslu hvað varðar umhirðu hunda og katta.
Framúrskarandi samskipti, ráðgjöf og þjónusta til viðskiptavina
Umsjón með ræktendaklúbbi Petmark. Skapa og viðhalda góðum tengslum og samstarfi við núverandi og nýja ræktendur
Aðkoma að ýmsum viðburðum innan og utan fyrirtækisins
Ýmis vinna við heimasíðu og samfélagsmiðla
Þekking og brennandi áhugi á gæludýrum og velferð þeirra
Reynsla og áhugi á sölu og þjónustu
Vinnugleði, jákvæðni, eldmóður
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Góð almenn tölvukunnátta og bílpróf nauðsynlegt
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst












