

Starfsfólk óskast í sjúkrahúsapótek Lyfjaþjónustu
Lyfjaþjónusta Landspítala óskar eftir að ráða öfluga liðsmenn í sjúkrahúsapótek Landspítala til að þjónusta deildir spítalans og sjúklinga. Starfið felst m.a. annars í vörumóttöku og afgreiðslu lyfjapantana. Upphaf starfa er samkomulag en æskilegt að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða aðlögun.
Í Lyfjaþjónustu Landspítala starfar um 90 manna samhentur hópur; lyfjafræðingar, lyfjatæknar og sérhæft starfsfólk, sem vinna saman að því að veita faglega og örugga lyfjaþjónustu.
Lyfjaþjónusta er stöðugt að þróa starfsemi sína til að bæta lyfjaöryggi og lyfjaumsýslu á Landspítala. Verkefni Lyfjaþjónustu eru fjölbreytt og fela meðal annars í sér að þjónusta sjúklinga á öllum deildum spítalans með öflun, blöndun, skömmtun og dreifingu lyfja ásamt faglegri upplýsingagjöf um lyf.















































