

Hjúkrunarnemar á 3.-4. ári með áhuga á geð- og fíknisjúkdómum
Hefur þú áhuga á geð- og fíknisjúkdómum og að starfa í umhverfi þar sem lögð er áhersla á starfsþróun, fagmennsku, samvinnu og góðan starfsanda?
Við leitum eftir áhugasömum 3.-4. árs hjúkrunarnemum sem vilja efla sig á sviði hjúkrunar einstaklinga með geð- og fíknisjúkdóma. Starfsumhverfi deildarinnar er spennandi, krefjandi, umbótamiðað og skemmtilegt. Fjölmörg tækifæri eru til faglegrar þróunar. Það eru spennandi tímar í geðhjúkrun og mikil áhersla er á eflingu hjúkrunar. Boðið er upp á einstaklingsmiðaða og góða aðlögun í starfi. Starfshlutfall er samkvæmt samkomulagi og tekið er tillit til námsins við skipulag vakta.
Markhópur deildarinnar eru einstaklingar með tvíþættan vanda; alvarlega geðsjúkdóma og alvarlegan vímuefnavanda. Bráðalegudeild geð- og fíknisjúkdóma heyrir undir meðferðareiningu geð- og fíknisjúkdóma en undir eininguna heyra einnig dagdeild (Teigur), göngudeild, vettvangsgeðteymi (Laufey) og afeitrunardeild ólögráða ungmenna.
















































