Skrifstofumaður/ Teymisstjóri blóðlækninga í móttöku dag- og göngudeildar blóð- og krabbameinslækninga
Dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga á Landspítala leitar eftir öflugum teymisstjóra skrifstofuþjónustu/ móttöku. Teymisstjórinn ber ábyrgð á daglegum verkefnum einingarinnar í samræmi við stefnu og gildi Landspítala.
Starfið felst m.a. í að vinna að aukinni skilvirkni og öryggi í móttöku- og bókunarþjónustu dag- og göngudeildarinnar sem og öðrum þáttum í nánu samstarfi við deildarstjóra, yfirlækna og annað starfsfólk deildarinnar. Teymisstjóri mun sjá um daglegt skipulag og mönnun, tryggja þjálfun og bestu þekkingu til starfsins á hverjum tíma og vinna með sínu teymi að virkri framþróun þjónustu við ört vaxandi skjólstæðingahóp auk almennra starfa skrifstofumanns í móttöku.
Leitað er að einstaklingi með brennandi áhuga á að vinna með stjórnendum og starfsfólki að skilvirkni, framþróun og öryggi í þjónustu á Landspítala.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust frá 1. september 2025 eða eftir nánari samkomulagi.
Næsti yfirmaður er deildarstjóri dag- og göngudeildar blóð- og krabbameinslækninga.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. heilbrigðisgagnafræði er kostur
Þekking og reynsla af skrifstofustörfum og/ eða starfsemi sjúkrahúsþjónustu er kostur
Framúrskarandi samskiptahæfileikar
Sýnir fagmennsku, umhyggju og virðingu í samskiptum
Hæfni til að miðla upplýsingum til ólíkra hópa
Sjálfstæð, skipulögð og öguð vinnubrögð og geta til að vinna undir álagi
Hæfileiki til að tileinka sér nýjungar
Góð tölvufærni og áhugi á tækniþróun
Góð íslensku- og enskukunnátta
Helstu verkefni og ábyrgð
Þátttaka í daglegum rekstri og skipulag verkefna í móttöku
Umsjón og eftirlit með bókunum sjúklinga
Skipulagning og samræming á tímabókunum
Tryggja góða nýtingu dag- og göngudeildaraðstöðu og innleiða hugbúnaðarlausnir því tengdu (stofusýn)
Kortlagning og skjalfesting á ferlum er varða bókun sjúklinga á dag- og göngudeild
Umsjón og eftirlit með mælikvörðum og gæðavísum sem þjónustan byggir á
Almenn og sérhæfð ritarastörf í móttöku á deild
Náið samstarf við stjórnendur, gæðastjóra og verkefnastjóra sviðs við uppbyggingu gæðakerfis og skjalfestingu verklags í gæðahandbók Landspítala
Náið samstarf við aðra teymisstjóra skrifstofuþjónustu innan krabbameinsþjónustu með samræmingu verklags að leiðarljósi
Önnur tilfallandi verkefni í samráði við yfirmann