

Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara á Landakoti
Viltu vera hluti af góðri liðsheild í sjúkraþjálfun á Landspítala á Landakoti?
Við leitum eftir áhugasömum einstaklingi til að starfa sem aðstoðarmaður sjúkraþjálfara.
Í sjúkraþjálfun á Landakoti starfar samhentur hópur og þar ríkir góður starfsandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði. Á deildinni starfa um 13 einstaklingar sem taka þátt í sérhæfðri og þverfaglegri endurhæfingu fjölbreytts hóps sjúklinga. Við tökum vel á móti nýju starfsfólki og veitum góða aðlögun.
Starfið er laust frá 1. ágúst. Starfshlutfall er 80-100% eða eftir samkomulagi en unnið er í dagvinnu.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vinnu er nú 36 stundir. Markmiðið með því er að stuðla að betri heilsu og auka möguleika starfsfólks til að samþætta betur vinnu og einkalíf með bættri nýtingu vinnutíma og gagnkvæmum sveigjanleika.




















































