Teinar slf
Teinar slf
Teinar slf

Aðstoðarmaður tannréttingasérfræðings

Aðstoðarmaður vinnur með tannréttingasérfræðingi og öðru starfsfólki á aðgerðarstofu (klíník) við gagnatöku, stillingu tannréttingatækja og aðstoð við límingar tækja í munni. Sinnir sótthreinsun áhalda og þrifum milli sjúklinga. Á í samskiptum við forráðamenn, börn og fullorðna sjúklinga. Fyllir út sjúkraskrá og sinnir tímagjöfum. Aðstoðar í móttöku á álagstímum. Fullt starf að vetri til.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fjölbreytt starf sem krefst handlagni, góðrar sjónar og góðs minnis. Geta haldið uppi samræðum á íslensku og ensku við viðskiptavini. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Þarf að geta lesið,skrifað og talað  íslensku. Hafa gaman að umgengni við börn og unglinga. Vera hraust og sterk í baki og hálsi vegna setu við aðgerðarstóla. Geta tjáð sig á ensku í töluðu máli. Má ekki vera skjálfhentur. Tanntækninám æskilegt en ekki skilyrði. Annað heilsutengt nám æskilegt, en ekki skilyrði. Hjálplegt að vera talnaglöggur.
Fríðindi í starfi
  • Bónusgreiðslur til starfsmanna sem ekki þarfnast fjarveru á starfstíma. Ekki fullt starf á sumartíma (þ.e. .ekki unnið eftir hádegi á föstudögum, júní-ágúst).
Auglýsing birt12. júlí 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Austurvegur 10, 800 Selfoss
Laugavegur 163, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Handlagni
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar