
NPA miðstöðin
NPA miðstöðin aðstoðar fatlað fólk og aðstandendur við það utanumhald og þá umsýslu sem fylgir því að hafa notendastýrða persónulega aðstoð. NPA miðstöðin veitir m.a. ráðgjöf, heldur fræðslunámskeið, greiðir aðstoðarfólki laun og sér um launatengd mál.
Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er þjónustuform sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og gerir fötluðu fólki kleift að ráða hvar það býr og með hverjum það býr. Fatlað fólk stýrir því hvernig aðstoðin er skipulögð, hvenær hún fer fram, hvar hún fer fram og hver veitir hana.
Persónulegt aðstoðarfólk aðstoðar NPA notendur við sitt daglega líf, svo það hafi sömu möguleika og ófatlað fólk.

Skipulögð aðstoðarverkstýra óskast
Góðan daginn
Ég er kona á sextugsaldri sem leitar að aðstoðarverkstjórnanda. Hlutverk aðstoðarverkstjórnanda er að aðstoða mig varðandi utanumhald í kringum NPA samninginn minn. Það felst í að:
- Ráða aðstoðarfólk
- Setja saman vaktaplan
- Senda inn vinnuskýrslur í lok mánaðar
- Og fleiri tilfallandi verkefni
Aðstoðarverkstjórnandi verður einnig að vera til taks til að mæta á vaktir.
Ég þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs og þarf trausta og skipulagða manneskju til að hjálpa mér með skipulag og starfsmannahald.
Óska eftir íslenskumælandi konum og helst konum yfir þrítugt
Hlakka til að heyra frá þér!
Auglýsing birt3. júlí 2025
Umsóknarfrestur31. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Starfstegund
Hæfni
SkipulagStarfsmannahaldVinna undir álagi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)
Sambærileg störf (12)

Starfsfólk í umönnun
Heilsuvernd Hjúkrunarheimili

Umönnun framtíðarstarf - Boðaþing
Hrafnista

Sumarstarf á þjónustukjarna fyrir fatlað fólk - Drekavellir
Hafnarfjarðarbær

Skipulögð og áreiðanleg aðstoðarkona óskast
NPA miðstöðin

Fjölbreytt og skemmtilegt starf í búsetukjarna
Búsetukjarnar í Skálahlíð

Höfuð-Borgin - sértæk félagsmiðstöð
Kópavogsbær

Starfsfólk á nýtt heimili fyrir börn
Sveitarfélagið Árborg

Starfsfólk óskast í búsetuúrræði Vopnabúrsins
Vopnabúrið

Háskólamenntaður starfsmaður óskast í sérskóla í ágúst
Arnarskóli

Starfsfólk í umönnunarstörf í haust
Sóltún hjúkrunarheimili

Forstöðumaður íbúðakjarna í Kópavogi
Kópavogsbær

Aðstoðarmaður tannlæknis
Tannir tannlæknastofa ehf