

Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara í Fossvogi
Sjúkraþjálfun Landspítala í Fossvogi óskar eftir öflugum einstaklingi í starf aðstoðarmanns sjúkraþjálfara. Starfið er fjölbreytt og lærdómsrík en stærsti hluti starfsins felst í því að aðstoða sjúkraþjálfara og sjúklinga við þjálfun.
Í sjúkraþjálfun Fossvogi starfar 30 manna samhentur hópur; sjúkraþjálfarar, sérhæfðir aðstoðarmenn sjúkraþjálfara, íþróttafræðingur og skrifstofumaður. Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði. Hópurinn sinnir fjölbreyttri endurhæfingu meðal annars fyrir einstaklinga með taugasjúkdóma, eftir bæklunaraðgerðir og aðra sem þarfnast almennrar endurhæfingar eftir veikindi. Í Fossvoginum er einnig sérhæfð göngudeild.
Um dagvinnu er að ræða en einnig er möguleiki á laugardagsvöktum frá klukkan 8-14. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða skv. samkomulagi. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða aðlögun.
Boðið er upp á 36 stunda vinnuviku í 100% starfi með það að markmiði að stuðla að betri heilsu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs, með bættri nýtingu vinnutíma og gagnkvæmum sveigjanleika sem nýtist bæði starfsfólki og vinnustaðnum. Einnig er í boði samgöngusamningur og önnur starfstengd fríðindi.





















































