

Hjúkrunarnemi á legudeild lyndisraskana á Kleppi
Áhugasamir og metnaðarfullir hjúkrunarnemar óskast til starfa á legudeild lyndisraskana. Starfshlutfall er skv. samkomulagi. Tekið er tillit til námsins við skipulagningu vakta.
Legudeild er opin 12 rúma legudeild sem sinnir meðferð einstaklinga með lyndisraskanir og fjölþættan vanda. Áhersla er á heildræna batamiðaða nálgun í meðferðarstarfi og að veita einstaklingshæfða hjúkrun með það að markmiði að auka lífsgæði og stuðla að bata. Mikið er lagt upp úr þverfaglegri teymisvinnu í starfi deildar og unnið er meðal annars í nánu samstarfi við sérhæfð teymi innan meðferðareiningar lyndisraskana. Á deildinni er unnið fjölbreytt og sérhæft starf sem einkennist af góðum starfsanda. Stöðug framþróun er í starfsemi og ótal tækifæri eru til að vaxa í starfi. Veitt er markviss og einstaklingshæfð aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum.
Starfið er laust frá 1. september 2025 eða eftir nánara samkomulagi.



















































