

Ráðgjafar/ stuðningsfulltrúar á legudeild lyndisraskana Kleppi
Áhugasamir og metnaðarfullir ráðgjafar/ stuðningsfulltrúar óskast til starfa á legudeild lyndisraskana Kleppi. Deildin er opin 12 rúma legudeild og sinnir meðferð einstaklinga með lyndisraskanir og fjölþættan vanda. Deildin vinnur einnig í nánu samstarfi við meðferðarteymi göngudeildar lyndisraskana. Á deildinni er unnið fjölbreytt og sérhæft starf sem einkennist af góðum starfsanda, virkri og stöðugri framþróun og ótal tækifæri eru til að vaxa í starfi.
Við leitum eftir jákvæðum og ábyrgum einstaklingum með framúrskarandi samskiptahæfni. Viðkomandi þarf að búa yfir skapandi hugsun og hafa metnað og áhuga á að starfa við geðendurhæfingu. Við tökum vel á móti bæði nýútskrifuðum og reyndu fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Um er að ræða 80-100% starf eða eftir nánara samkomulagi. Ráðið verður frá 1. september 2025 eða eftir samkomulagi. Unnið er á breytilegum dag-, kvöld- og helgarvöktum. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Díönu deildastjóra.



















































