Menntaskólinn við Sund
Menntaskólinn við Sund
Menntaskólinn við Sund

Stuðningsfulltrúi með áherslu á jafningjastuðning

Laus er til umsóknar 60 - 70% staða stuðningsfulltrúa á starfsbraut við Menntaskólann við Sund. Um er að ræða tímabundið starf út skólaárið 2025-2026 með möguleika á framtíðarráðningu.

MS er framsækinn skóli og er lögð áhersla á umhverfismál, listir og nýsköpun auk vinnu í anda leiðsagnarnáms og uppbyggingu námskrafts nemenda. Öflug starfsþróun starfsmanna er einn af áhersluþáttunum í starfi skólans þar sem byggt hefur verið upp öflugt erlent samstarf.

Starf stuðningsfulltrúa er fjölbreytt og skemmtilegt. Á starfsbraut MS er mikil áhersla lögð á félagslega virkni nemenda og skipa stuðningsfulltrúar stórt hlutverk í því.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stuðningsfulltrúar eru aðstoðarmenn kennara. Hlutverk þeirra er að aðstoða nemendur starfsbrautar við að ná markmiðum sínum í námi og félagslegum aðstæðum. 

  • Stuðningsfulltrúar styðja við félagslíf nemenda starfsbrautar svo þau hafi tök á að vera í sem mestri virkni og þátttöku í skólanum.  

  • Stuðningsfulltrúar eru mikilvægir aðilar í að hlúa að nemendum starfsbrautar til að stuðla að vellíðan og virkni jafnt í skóla sem félagslífi. 

  • Möguleiki er að nýta sérstaka styrkleika og áhugamál í starfi ef áhugi er fyrir hendi. 

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla og áhugi á að starfa með unglingum 

  • Léttleiki, jákvæðni og hugmyndaauðgi 

  • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni 

  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum 

  • Góð kunnátta í íslensku og notkun upplýsingatækni 

  • Áhugi og reynsla af félagsstarfi og tómstundum er kostur 

  • Stundvísi og samviskusemi 

Auglýsing birt23. júlí 2025
Umsóknarfrestur8. ágúst 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Gnoðarvogur 43, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Starfsgreinar
Starfsmerkingar