

Stuðningsfulltrúi með áherslu á jafningjastuðning
Laus er til umsóknar 60 - 70% staða stuðningsfulltrúa á starfsbraut við Menntaskólann við Sund. Um er að ræða tímabundið starf út skólaárið 2025-2026 með möguleika á framtíðarráðningu.
MS er framsækinn skóli og er lögð áhersla á umhverfismál, listir og nýsköpun auk vinnu í anda leiðsagnarnáms og uppbyggingu námskrafts nemenda. Öflug starfsþróun starfsmanna er einn af áhersluþáttunum í starfi skólans þar sem byggt hefur verið upp öflugt erlent samstarf.
Starf stuðningsfulltrúa er fjölbreytt og skemmtilegt. Á starfsbraut MS er mikil áhersla lögð á félagslega virkni nemenda og skipa stuðningsfulltrúar stórt hlutverk í því.
-
Stuðningsfulltrúar eru aðstoðarmenn kennara. Hlutverk þeirra er að aðstoða nemendur starfsbrautar við að ná markmiðum sínum í námi og félagslegum aðstæðum.
-
Stuðningsfulltrúar styðja við félagslíf nemenda starfsbrautar svo þau hafi tök á að vera í sem mestri virkni og þátttöku í skólanum.
-
Stuðningsfulltrúar eru mikilvægir aðilar í að hlúa að nemendum starfsbrautar til að stuðla að vellíðan og virkni jafnt í skóla sem félagslífi.
-
Möguleiki er að nýta sérstaka styrkleika og áhugamál í starfi ef áhugi er fyrir hendi.
-
Reynsla og áhugi á að starfa með unglingum
-
Léttleiki, jákvæðni og hugmyndaauðgi
-
Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
-
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
-
Góð kunnátta í íslensku og notkun upplýsingatækni
-
Áhugi og reynsla af félagsstarfi og tómstundum er kostur
-
Stundvísi og samviskusemi












