
Persónuleg aðstoðarkona óskast
Ert þú dugleg, jákvæð og hress kona í leit að vinnu?
Ég er ung. fötluð kona í leit að nýrri aðstoðarkonu. Um er að ræða notendastýrða persónulega aðstoð, sem byggir á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf.
Aðstoðarkonan þarf að geta aðstoðað mig við athafnir daglegs lífs, en ég er með samþ. sjón- og heyrnarskerðingu og skert jafnvægi. Ég bý á eigin heimili, stunda háskólanám og á lítinn hund, finnst gaman að ferðast, vera með vinum, föndra og mála o.fl. Til að gera allt þetta þarf ég aðstoð, og þess vegna leita ég að þér.
Ekki er krafist sérstakrar menntunar né reynslu af vinnu með fötluðu fólki, einungis að þú sért með ökuréttindi, hafir áhuga á starfinu og viljir læra nýja hluti.
Unnið er á vöktum og þarf aðstoðarkonan að geta hafið störf í byrjun september 2025.













