
Heimaþjónusta vegna fötlunar af völdum MND sjúkdóms
Ég er fatlaður 73 ára karlmaður, sem vegna sjúkdóms míns (MND) naut áður heimaþjónustu félagsþjónustu Reykjavíkurborgar kvölds og morgna. U.þ.b. 45-60 mín. á morgnanna og 20-30 mín. á kvöldin. En um síðustu áramót varð sú breyting á, að ég fékk svokallaðan beingreiðslusamning og því er mér framvegis ætlað að manna þessa þjónustu sjálfur. Það sem af er árinu hafa tveir einstaklingar skipt þessari þjónustu á milli sín enn nú þarf annar því miður að hætta. Því auglýsi ég eftir einstaklingi sem er tilbúinn að liðsinna mér í hans stað. Vinsamlegast athugið að þetta er því hlutastarf.
Að morgni: Hjálp við að klæðast og komast á fætur, umsjón með morgunmat, bað einu sinni í viku o.fl.
Að kvöldi: Hjálp við að komast í rúmið o.fl
Ekki eru gerðar sérstakar menntunarkröfur, en einhver reynsla að slíkri þjónustu auðvitað til bóta en samt ekki skilyrði.
















