
Kópavogsbær
Kópavogur er næststærsta sveitarfélag landsins með yfir 40.000 íbúa. Kópavogsbær er einn af stærstu vinnuveitendum landsins en hjá sveitarfélaginu starfa að jafnaði um 2.700 einstaklingar á fjölbreyttum starfstöðum um allan bæ. Starfsfólki fjölgar um tæplega 2.000 manns á sumrin þegar sumastarfsmenn mæta til starfa og Vinnuskólinn hefur störf. Starfsfólk Kópavogsbæjar sinnir margvíslegum verkefnum sem miða að því að veita íbúum bæjarins sem allra bestu þjónustu og tryggja velferð þeirra um leið.
Hjá Kópavogsbæ eru þrjú fagsvið, menntasvið, umhverfissvið og velferðarsvið og fjórar skrifstofur sem starfa þvert á sviðin, skrifstofa umbóta og þróunar, skrifstofa þjónustu, skrifstofa mannauðs- og kjaramála og skrifstofa áhættu- og fjárstýringar. Öll störf hjá bænum falla undir eitt af þessum sviðum eða skrifstofum.
Mannauðsstefna Kópavogsbæjar byggir á gildum Kópavogs en þau eru framsækni, virðing, heiðarleiki og umhyggja. Kópavogsbær hefur það einnig að markmiði að vera vinnustaður þar sem öll hafa jöfn tækifæri í starfi. Hjá Kópavogsbæ er tekið mið af jafnréttisáætlun en hægt er að lesa sér til um bæði mannauðs- og jafnlaunastefnu bæjarins hér til hliðar. Starfsfólk Kópavogsbæjar hefur einnig fríðindi en fyrir starfsfólk er í boði að fá líkamsræktarstyrk, frítt í sund og víða er mötuneyti.
Kópavogsbær hefur það að leiðarljósi að vera eftirsóknarverður vinnustaður sem styður við heilsu, öryggi og vellíðan starfsfólks. Lögð er áhersla á að taka vel á móti starfsfólki og veita því markvissa þjálfun þannig að það nái góðum tökum á starfinu og líði vel í vinnunni. Mikil áhersla er lögð á gott samstarf þvert á deildir og svið bæjarins, því saman myndar starfsfólk sterka heild þar sem markmiðið er að fjölbreytt þekking, hæfni og reynsla nýtist sem best.
Kópavogsbær vill fá til liðs við sig öflugt og metnaðarfullt fólk sem er tilbúið að gera góðan bæ enn betri.

Höfuð-Borgin - sértæk félagsmiðstöð
Kópavogsbær leitar eftir frístundaleiðbeinanda í sértæku félagsmiðstöðina Höfuð-Borgin. Vinnutíminn er kl 13:00 - 17:00 og hentar starfið því vel með námi. Um er að ræða 20-50% starf og æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20. aldursári.
Höfuð-Borgin er sértæk félagsmiðstöð sem ætluð er ungmennum 16-20 ára með fötlun sem lögheimili hafa í Kópavogi og er til húsa í Fannborg 2 (1.hæð). Í Höfuð-Borginni gefst ungu fólki tækifæri á að taka þátt í frístunda- og atvinnutengdri starfsemi eftir að skóladegi lýkur. Lögð er áhersla á að veita ungmennum öruggt, jákvætt og uppbyggilegt félagsmiðstöðvarstarf sem tekur mið af þörfum og getu hvers og eins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sinnir persónulegum stuðningi við ungmenni með fötlun og skapar öryggi og vellíðan í frístundaklúbbnum.
- Þátttaka og leiðsögn í atvinnu– og frístundatengdu starfi og í hópastarfi.
- Framfylgir þjálfunar-/þjónustuáætlunum sem forstöðumaður hefur umsjón með.
- Stuðlar að virðingu, jákvæðum og uppbyggilegum samskiptum við ungmennin.
- Undirbúningur og frágangur í upphafi og lok hvers dags.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf æskilegt.
- Reynsla af starfi með ungmennum með fötlun æskileg.
- Æskilegt er að umsækjendur hafi náð 20. aldursári.
- Færni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
- Skipulögð og fagleg vinnubrögð.
- Mjög góð íslenskukunnátta.
Auglýsing birt1. júlí 2025
Umsóknarfrestur23. júlí 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Fannborg 2, 200 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiJákvæðniSjálfstæð vinnubrögð
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Tanntæknir eða Aðstoðarmaður tannlæknis - Spennandi starf
Krýna ehf

Leikskólakennari/starfsmaður á leikskóla
Þingeyjarsveit

Kennari við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Starfsmaður í skammtímadvöl - Svöluhraun
Hafnarfjarðarbær

Starfsmaður ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Kennari ungbarnaleikskóla, fullt starf
Seltjarnarnesbær

Starfsfólk í umönnunarstörf í haust
Sóltún hjúkrunarheimili

Vatnsendaskóli óskar eftir umsjónarkennara
Vatnsendaskóli

Vilt þú vinna í leikskóla?
Kópasteinn

Traust aðstoðarmanneskja óskast á Suðurlandi
NPA miðstöðin

Leiðbeinandi á frístundaheimili í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Stuðningsfulltrúi í Hofsstaðaskóla
Hofsstaðaskóli Garðabæ