

Viltu vinna í líflegu og jákvæðu umhverfi með góðu teymi?
PO.P í Kringlunni leitar að skipulögðum, ábyrgum og þjónustuliprum einstaklingi sem hefur áhuga á fjölbreyttri verslunarvinnu í barnavöruverslun þar sem gæðin eru í fyrirrúmi.
Við bjóðum upp á skemmtilegt og hvetjandi starfsumhverfi þar sem liðsheild og jákvæð orka skipta höfuðmáli. Það skipti höfuðmál að einstaklingur sé sjálfstæður og framtakssamur. Um framtíðarstarf er að ræða. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni:
- Þjónusta við viðskiptavini
- Móttaka og framsetning á vöru
- Afgreiðsla netpantana
- Vaktir eru kl. 10–17 og 12–18:30 og skiptast eftir dögum
-
Reynsla af sölu og þjónustu er mikill kostur
-
Sjálfstæði, ábyrgð, framtakssemi og dugnaður
-
Góð samskiptafærni og jákvætt viðmót
-
Mjög góð íslenskukunnátta er skilyrði
-
Umsækjendur 30 ára og eldri eru sérstaklega hvattir til að sækja um
Við leggjum ríka áherslu á að veita hlýlega, faglega og persónulega þjónustu – því við vitum að það skiptir máli 💛
Hljómar þetta eins og eitthvað fyrir þig? Sendu okkur umsókn ásamt ferilskrá og stuttu kynningarbréfi – við hlökkum til að heyra frá þér!













