
Festa - miðstöð um sjálfbærni
Festa er metnaðarfullur og lifandi vinnustaður þar sem hægt er að hafa áhrif og leiða verkefni með sýnilegum árangri. Festa eru frjáls félagasamtök sem eru ekki rekin í hagnaðarskyni. Aðild eiga yfir 180 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög. Samfélag Festu er einstakt netverk leiðandi aðila á sviði sjálfbærs reksturs og nýsköpunar. Drifkraftur Festu er að íslenskt samfélag og atvinnulíf verði leiðandi á sviði sjálfbærni. Okkar starf er tilgangsdrifið, við eigum í uppbyggilegu samstarfi og leggjum áherslu á gagnkvæman stuðning ólíkra aðila í átt að settu marki. www.sjalfbaer.is

Samskiptaleiðtogi
Vertu rödd sjálfbærni á Íslandi
Festa – miðstöð um sjálfbærni leitar að drífandi og hugmyndaríkum samskiptaleiðtoga sem vill hafa áhrif á framtíð samfélagsins. Við erum frjáls félagasamtök sem hraða umbreytingu íslensks atvinnulífs í átt að hringrásarhagkerfi og sjálfbærni og nú vantar okkur öflugan einstakling til að leiða miðlun og ásýnd Festu út á við.
Í þessu hlutverki vinnur þú þétt með framkvæmdastjóra og teymi Festu að því að móta skýra og áhrifaríka stefnu í samskiptum, markaðssetningu og upplýsingagjöf.
Við leitum að einstaklingi með sterka sýn á hvernig samskipti geta skapað raunveruleg áhrif.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móta og tryggja að miðlun Festu endurspegli stefnu og framtíðarsýn samtakanna.
- Viðhalda og efla traust tengsl við fjölmiðla, samstarfsaðila og aðildarfélög Festu.
- Verkefnastýra nokkrum af kjarnaverkefnum Festu.
- Umsjón samfélagsmiðla, vefsíðu, fréttabréfa og annarra miðla Festu.
- Framleiða markviss og áhrifarík skilaboð í orði og mynd.
- Skipuleggja og styðja við viðburði, ráðstefnur og útgáfur.
- Nýta gögn og mælingar til að hámarka áhrif miðlunar.
- Ritstýra ársskýrslu og öðru efni sem Festa gefur út.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í samskiptum, miðlun eða markaðsstarfi.
- Þekking og reynsla af miðlun, almannatengslum og/eða markaðssetningu.
- Framúrskarandi vald á íslensku og ensku, bæði í rituðu og töluðu máli.
- Leikni í helstu stafrænu miðlunartólum (t.d. Meta Business Suite, Canva, Mailchimp o.fl.) er mikill kostur.
- Góð almenn stafræn hæfni og tæknilæsi.
- Hæfni til sjálfstæðra vinnubragða, verkefnastjórnunar og skipulagningar.
- Sköpunargleði og hæfni til móta áhrifarík skilaboð.
- Þekking eða áhugi á sjálfbærni.
Auglýsing birt25. júlí 2025
Umsóknarfrestur17. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (8)

Verkefnastjóri markaðs- og kynningarmála
Háskólinn í Reykjavík

Policy Officer in the Political, Press and Information Section
Sendinefnd Evrópusambandsins

Efnisveitan - leiðtogi í framlínu
EFNISVEITAN ehf.

Ert þú grafískur snillingur?
Moss Markaðsstofa

Birtingastjóri
Kontor Auglýsingastofa ehf

Grafískur hönnuður
PLAY

Sölufulltrúi í heildverslun
Sport Company ehf.

💼 Imperial Akureyri óskar eftir metnaðarfullum sérfræðingi í netmarkaðssetningu og stafrænum r
Imperial Akureyri