PLAY
PLAY
PLAY

Grafískur hönnuður

Viltu sjá hönnunina þína fljúga um allan heim?

PLAY leitar að hæfileikaríkum og skemmtilegum grafískum hönnuði til að ganga til liðs við metnaðarfullt markaðsteymi okkar. Hjá PLAY færðu tækifæri til að þróast faglega, vinna að fjölbreyttum verkefnum í alþjóðlegu umhverfi og byggja upp vörumerki sem er þekkt fyrir framsækni og fjölbreytileika.

Markaðsdeild PLAY er til húsa í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík en hún vinnur náið með starfstöðvum fyrirtækisins í Keflavík og Vilnius.

Ef þú hefur ástríðu fyrir grafískri hönnun og markaðssetningu og vilt taka þátt í að þróa eitt af mest spennandi vörumerkjum Íslands, þá viljum við heyra frá þér!

Um tímabundna afleysingu vegna fæðingarorlofs er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hönnun og uppsetning á markaðs- og auglýsingaefni
  • Þátttaka í hugmyndavinnu og sköpun
  • Viðhald og þróun vörumerkjaímyndar
  • Ábyrgð á heildarútliti og gæðum markaðsefnis
  • Samskipti við auglýsingastofur
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi og/eða a.m.k. 2 ára reynsla sem grafískur hönnuður
  • Góð kunnátta á helstu hönnunarforritum, sérstaklega Adobe Creative Suite (Photoshop, Illustrator, InDesign)
  • Grunnþekking á Adobe After Effects
  • Sköpunargáfa og geta til að vinna bæði sjálfstætt og í teymi
  • Góð samskiptahæfni og geta til að vinna hratt og vel undir álagi
  • Þekking á nýjustu straumum í grafískri hönnun
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku
Auglýsing birt10. júlí 2025
Umsóknarfrestur28. júlí 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Framúrskarandi
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.IllustratorPathCreated with Sketch.InDesignPathCreated with Sketch.PhotoShop
Starfsgreinar
Starfsmerkingar