

Framleiðslusérfræðingur / Process Engineer
Alcoa Fjarðaál leitar að metnaðarfullum einstaklingi í hlutverk framleiðslusérfræðings í kersmiðju. Framleiðslusérfræðingur í kersmiðju ber ábyrgð á eftirfylgni með að framleiðsluáætlunum sé fylgt á öruggan hátt, lámarka kostnað og bestun ferla.
Verksvið eða meginverkefni starfsins
· Sinna eftirliti með ástandi búnaðar
· Hafa umsjón með framkvæmd verkferla og tryggja að gæði framleiðslu sé haft að leiðarljósi við umbætur
· Leita að umbótum, styðja þær og reka á framleiðslusvæðinu
· Leiðbeina og hvetja teymi til að ná framleiðslumarkmiðum
· Tileinka sér stjórnunaraðferðir og þróa tæknilega kunnáttu og færni
· Vinna að því að starfsemi sé hagkvæm og skilvirk
· Afla sér upplýsinga og sérhæfingu á framleiðslusvæðinu
· Hvetja fólk og veita endurgjöf
Að vinna með næsta yfirmann teymisins að endurbótum og undir handleiðslu hans
· Umsjón með helstu mælikvörðum teymisins
· Umsjón með tækniþjálfun framleiðslustarfsmanna
· Hafa umsjón með og stýra ýmsum tilfallandi verkefnum
· Tæknilegur stuðningur við daglega framleiðslu og stuðla að framleiðni
Ábyrgð í starfi
· Virða og framfylgja gildum og stefnu Alcoa
· Að unnið sé skv. samþykktum ferlum og verklagsreglum
· Framfylgja gæða- og umhverfisstöðlum
· Framfylgja lögum, reglum og stöðlum
· Tæknilegar upplýsingar séu hagnýttar á faglegan hátt
· Koma á framfæri upplýsingum til næsta yfirmann teymisins um rekstur og ástand búnaðar
· Tæknileg þjálfun framleiðslustarfsmanna
- Háskólamenntun sem nýtist í starf svo sem verkfræði ei
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Samskiptahæfileikar og þjónustulund
- Gott vald á íslensku og ensku
- Reynsla af gagnagreiningu er kostur
- Reynsla af kersmiðju er kostur
- Mötuneyti
- Íþrótta og meðferðarstyrkir
- Rútuferðir frá helstu byggðarkjörnum













