
Alcoa Fjarðaál
Álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði hóf starfsemi árið 2007. Fjarðaál er eitt af nútímalegustu og tæknilega fullkomnustu álverum heims og er fyrirmynd hvað varðar umhverfisvernd og jafnréttismál. Álverið er það stærsta á Íslandi með framleiðslugetu allt að 360.000 tonn af áli á ári.
Álver Alcoa Fjarðaáls er stór og lifandi vinnustaður sem aldrei sefur. Saman sköpum við útflutningsverðmæti á öruggan og ábyrgan hátt, allan sólarhringinn, alla daga ársins. Gildi okkar eru heilindi, árangur, umhyggja og hugrekki. Öryggi og heilbrigði eru ávallt forgangsmál á vinnustaðnum. Við höfum stöðugar umbætur að leiðarljósi og leggjum áherslu á þátttöku allra í umbótavinnu. Við viljum líka hafa gaman í vinnunni og láta gott af okkur leiða í samfélaginu á Austurlandi.
Samkeppnishæf launakjör og aðbúnaður til fyrirmyndar
Fjarðaál greiðir samkeppnishæf laun og aðbúnaður starfsmanna er til fyrirmyndar. Við fáum meðal annars ókeypis akstur til og frá vinnu og frítt fæði í frábæru mötuneyti. Við erum með öflugt mannauðsteymi og höfum okkar eigin heilsugæslu og aðgang að Velferðarþjónustu Heilsuverndar.
Fjölbreytt störf og mikil tækifæri til starfsþróunar
Fastráðnir starfsmenn Fjarðáls eru um 540 og þar að auki starfa um 250 manns á vegum annarra fyrirtækja í álverinu. Störfin hjá Fjarðaáli eru afar fjölbreytt og tækifæri til þjálfunar, menntunar og starfsþróunar eru mikil. Móðurfélagið Alcoa Corporation er leiðandi í áliðnaði á heimsvísu og þar eru líka tækifæri til starfsþróunar.

Sérfræðingur í launavinnslu
Alcoa Fjarðaál leitar að jákvæðum og hæfileikaríkum einstaklingi í starf sérfræðings í launaþjónustu, um er að ræða 100% stöðugildi. Viðkomandi sinnir launavinnslu, greiningum á launakostnaði og upplýsingagjöf til starfsmanna og stjórnenda. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir samskiptahæfni, sýnir frumkvæði og hefur tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð. Alcoa Fjarðaál er eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins með um 540 starfsmenn á launaskrá auk nærri 100 sumarstarfsmanna.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fjölbreytt verkefni tengd launavinnslu
- Útreikningur á kjörum og réttindum starfsmanna skv. kjarasamningi
- Launatengd greiningarvinna
- Upplýsingagjöf til starfsmanna og stjórnenda
- Viðhald og þróun ferla í launavinnslu
- Afleysing leiðtoga launaþjónustu
- Önnur verkefni skv. starfslýsingu og sem yfirmaður felur starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi s.s. viðskiptafræði eða bókhaldsnám eða reynsla og þekking af sambærilegu starfi
- Þekking og reynsla af launavinnslu eða fjármálum kostur
- Þekking á tímaskráningarkerfum og launakerfum kostur
- Góð þekking á gagnavinnslu og kunnátta í excel æskileg
- Nákvæmni, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Þjónustulund, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum
- Gott vald á íslensku og ensku
Fríðindi í starfi
- Mötuneyti
- Íþrótta og meðferðarstyrkir
- Rútuferðir frá helstu byggðarkjörnum
Auglýsing birt5. ágúst 2025
Umsóknarfrestur30. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Hraun 158199, 731 Reyðarfjörður
Starfstegund
Hæfni
FrumkvæðiHreint sakavottorðMannleg samskipti
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)

Bókari
KAPP ehf

Forstöðumaður fjármálamarkaða
Seðlabanki Íslands

Viðskiptastjóri Billboard
Billboard og Buzz

Sérfræðingar í fjármálaþjónustu og rekstrarráðgjöf
Reykjavík - Fjármála- og áhættustýringarsvið

Vöru- og viðskiptastjóri
Kjaran ehf.

Bókari og gjaldkeri - 50% starf
Samband íslenskra sveitarfélaga

Fjármálaráðgjöf Deloitte er að ráða ráðgjafa
Deloitte

Aðalbókari óskast
Birtingahúsið

Bókari
Norðurál

Verkefnastjóri Reykjavíkurflugvallar
Isavia Innanlandsflugvellir

Aðalbókari
Skólamatur

Launafulltrúi og bókari
Colas Ísland ehf.