
Samband íslenskra sveitarfélaga
Samband íslenskra sveitarfélaga er framsækinn vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn starfsmannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfsþróunar. Samband íslenskra sveitarfélaga er heilsueflandi vinnustaður og leggur ríka áherslu á að vinnustaðurinn sé fjölskylduvænn. Boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og kost á fjarvinnu eftir því sem við á.

Bókari og gjaldkeri - 50% starf
Samband íslenskra sveitarfélaga leitar eftir jákvæðum, drífandi og glaðlyndum einstaklingi í hálft starf á sviði bókhaldsþjónustu. Um er að ræða 50% starf og er vinnutíminn frá 12.30-16.00 alla virka daga.
Starfið felst einkum í bókun, greiðslu og gerð reikninga auk annarra fjármálatengdra skrifstofustarfa á þjónustusviði en sviðið þjónustar ýmsar samstarfsstofnanir með bókahaldsþjónustu.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Bókanir og greiðslur reikninga
- Útgáfa reikninga og innheima
- Móttaka og færslur á greiðslum
- Tilfallandi uppgjör
- Önnur fjármálatengd störf á þjónustusviði
Menntunar- og hæfniskröfur
- Mjög góð þekking á bókhaldi og afstemmingum
- Mjög góð almenn tölvukunnátta
- Reynsla af sambærilegu starfi er skilyrði
- Nákvæm, skipulögð og áreiðanleg vinnubrögð
- Framúrskarandi samskiptahæfni, rík þjónustulund, frumkvæði og samviskusemi
Fríðindi í starfi
- Sambandið er framsækinn og skemmtilegur vinnustaður
- Þátttaka í þjónustuteymi sem vinnur að eflingu íslenskra sveitarfélaga
- Boðið er upp á opið og samvinnumiðað vinnuumhverfi
- Hér starfar samheldinn hópur og starfsfólk fær gott svigrúm til starfsþróunar
- Heilsueflandi og fjölskylduvænt starfsumhverfi, boðið er upp á heilsustyrk.
- Jafnræðis er gætt í hvívetna við ráðningu og leitast er við að mannauður Sambandsins endurspegli fjölbreytileika samfélagsins
Auglýsing birt31. júlí 2025
Umsóknarfrestur18. ágúst 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn
Staðsetning
Borgartún 30, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
AfstemmingGjaldkeriJákvæðniMicrosoft Dynamics 365 Business CentralReikningagerðUppgjör
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Launafulltrúi og bókari
Colas Ísland ehf.

Skrifstofustjóri
Starfsmannafélag Garðabæjar

Lögfræðingur
Umboðsmaður skuldara

Sérfræðingur í innkaupum
Landsnet hf.

Ráðgjafi í þjónustudeild TVG-Zimsen
TVG-Zimsen

Þjónustuver - þjónustufulltrúi
Öryggismiðstöðin

Þjónustufulltrúi – Úrvinnslusjóður
Úrvinnslusjóður

Bókhald og uppgjörsvinnsla
Debet endurskoðun og ráðgjöf

Sérfræðingur í bókhaldi og launavinnslu
ICEWEAR

Bókari 60-80% starfshlutfall
ICEWEAR

Finance Internship
The Reykjavik EDITION

MANNAUÐSFULLTRÚI
Heilbrigðisstofnun Norðurlands